Matreiðsluþátturinn Helvítis jólakokkurinn verður sýndur vikulega fram að jólum. Líkt og fyrri þættir Ívars eru þeir fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Annan þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en uppskriftirnar má finna neðar í fréttinni.
Lamb og bearnaise
Lýsing: Skothelt lambalæri með landnámshænu-bearnaise, bökuðum kartöflum og gulrótum og brokkolí með karamellusmjöri
Uppskrift:
- Heiðalæri með beini frá Kjarnafæði
- 300 ml rauðvín
- salt og pipar
Aðferð:
- Hellið víni í steikarpott.
- Kryddið læri með salt og pipar og leggið í pott.
- Setjið lokið á og steikið í ofni á 180° í 90 mín eða þangað til kjarnhiti hefur náð 63°.
- Hvílið læri í 30 mín áður en það er borðað.
Noisette (karamellu smjör)
- 500 gr smjör
Aðferð:
- Setjið smjör í pott og kveikið undir, sjóðið þangað til efsta lagið í pottinum verður karamellubrúnt.
- Slökkvið undir og færið til hliðar í 15 mín.
- Hellið fitunni af hratinu í annan pott og geymið.
Bakaðar kartöflur og gulrætur með noisette
- 600 gr smælki kartöflur
- 300 gr gulrætur
- noisette smjör
- salt
- pipar
- 20 gr graslaukur saxaður
Aðferð:
- Skerið kartöflur og gulrætur í helminga.
- Setjið í ofnskúffu og hellið noisette yfir, blandið með salti og pipar og bakið á 190° í 25 mín.
- Stráið graslauk yfir eftir eldun.
Broccoli með karamellusmjöri
- 1 haus broccoli
- Noisette
- Salt
- Pipar
Aðferð:
- Skerið broccoli í bita.
- Steikið upp úr noisette á pönnu í 2 mín og bragðbætið með salti og pipar.
- Setið lok á pönnu og hvílið í 5 mín.
Karamellu-Bearnaise sósa
- 6 eggjarauður Landnámshænuegg
- 300 gr noisette smjör
- 1 msk essence
- 1 tsk estragon
- 10 ml vatn
- Kjötkraftur
- Pipar
Aðferð:
- Hitið noisette litillega upp í potti og þeytið eggjarauðurnar létt og ljóst í skál.
- Hellið smá vatni saman við ef blandan er of þykk.
- Hrærið noisette rólega saman við.
- Kryddið með pipar, krafti, estragoni og essence.