Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. desember 2022 09:01 Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég var alltaf gríðarlega mikið Elf og algjört jólabarn enda með gott fólk í kringum mig sem sá alltaf til þess að jólin væru dásamleg. Ég hef svo bara róast töluvert með árunum. Í dag er ég bara sátt ef ég næ kannski einni jólamynd einhvern tímann í desember og kem aðventukransinum upp fyrir jól. Eftir að ég varð mamma þá fór ég að upplifa jólin í gegnum drenginn minn og mér finnst skemmtilegast að sjá tilhlökkunina sem fylgir honum allan desember.“ Þórdís var algjört jólabarn á sínum yngri árum, en nú nýtur hún þess frekar að upplifa jólin í gegnum son sinn. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég held að mín uppáhalds jólaminning séu bara öll jól sem ég átti sem barn. Þá hittist stórfjölskyldan alltaf í hádegismat á aðfangadag hjá ömmu og afa og skiptist á pökkum og á jóladag borðuðum við hangikjöt saman og vorum með möndlugjöf þar sem öllum brögðum var beitt til að fá möndlugjöfina. Það var alltaf hrikalega fyndið enda fjölskyldan miklir húmoristar og hrekkjalómar. Þá mátti alltaf reikna með því að ég og litla frænka mín værum með einhverskonar atriði, dans og söng, sem enginn var svo sem að biðja um en við höfðum mjög gaman af.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Júlí, kærastinn minn, gaf mér ótrúlega flotta myndavél í fyrra sem sló aldeilis í gegn og svo heilt myndaalbúm með myndum frá liðnu ári. Annað sem ég man eftir var 90s leikfangið „furby“ sem ég fékk frá bræðrum mínum þegar ég var 7 ára og ég held að þeim hafi ekki ennþá tekist að gleðja mig jafn mikið síðan þá, ég var alveg í skýjunum með það. Ég fékk líka mjög fallegt og risastórt Sylvanian hús þegar ég var 6 ára frá mömmu og pabba, þau hafa geymt það öll þessi ár og strákurinn minn leikur sér mikið með það. Þykir mjög vænt um þá gjöf.“ View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég held í alvöru talað að ég hafi aldrei fengið slæma jólagjöf. Ég er yfirleitt ánægð með allt sem ég fæ. Versta jólagjöf sem alheimurinn hefur gefið mér hinsvegar var þegar ég fékk einkyrningssótt korter í jól þegar ég var í menntaskóla. Ég man varla eftir jólunum þá enda var ég bara í algjöru móki og mjög lasin. Ekki beint skemmtilegt.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það er svo margt skemmtilegt að gerast í aðdraganda jólanna en ég held mest upp á þessa litlu hluti, eins og til dæmis að eiga rólegan letidag á jóladag með góða bók og borða afganga. Eða að baka og skreyta piparkökur með stráknum mínum og fylgjast með því hvað hann fær í skóinn. Mér finnst líka mjög gaman að skreyta jólatréð heima hjá foreldrum mínum enda er hvert einasta skraut orðið eldgamalt, frekar ljótt og með einhverja sögu. Jólatréstoppurinn er sá ljótasti sem ég hef séð enda valinn af bróður mínum í Kaupfélagi Húnvetninga 1980 þegar hann var 1 árs. Ég fæ alltaf hláturskast þegar mamma skellir honum á toppinn en dáist líka að því hvað hún er lítið upptekin af því að skipta gömlu út fyrir eitthvað nýtt sem er í tísku, þetta er allt voða persónulegt og krúttlegt og svo ljótt að það fer eiginlega hringinn.“ View this post on Instagram A post shared by DÍSA (@thordisbjork) Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Ég á mörg uppáhalds jólalög! En ég held sérstaklega mikið uppá River með Joni Mitchell og Someday at Christmas með Stevie Wonder. Svo vorum við Júlí að gefa út jólalag, sem heitir Gamlárskvöld og það verður í sérstöku uppáhaldi framvegis. Það er hægt að hlusta á það á Spotify fyrir áhugasama!“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég held að ég eigi enga uppáhalds jólamynd. Ef ég ætti að nefna einhverja væri það kannski bara The Grinch. Strákurinn minn heldur mikið upp á hana og svo man ég líka alltaf eftir því þegar bræður mínir fóru með mér í bíó að sjá hana þegar ég var 9 ára. Fannst það ótrúlega skemmtilegt.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég er alltaf hjá foreldrum mínum á aðfangadag og þar er boðið upp á hamborgarhrygg. Klassískt og gott.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég held að það væri helst bara eitthvað fallegt fyrir heimilið, það er alltaf gaman. Ég keypti mér reyndar loksins svona alvöru kaffivél um daginn sem var eiginlega jólagjöf frá mér til mín. Ég er mikill fagurkeri svo falleg flík eða skór slá líka alltaf í gegn.“ Þórdís Björk ásamt unnusta sínum Júlí Heiðari og syni sínum Bjarti. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ætli það sé ekki bara á Þorláksmessu þegar pabbi hringir í mig og dregur mig í búðir til að finna eitthvað handa mömmu í jólagjöf. Einu sinni á ári sem hann sýnir því áhuga að fara í búðarráp með mér og þá mega jólin koma.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég var að klára æfingartörn fyrir norðan en leikfélag Akureyrar er að setja upp söngleikinn Chicago sem verður frumsýndur í lok janúar. Ég ætla að nota desember til að undirbúa mig fyrir mikla vinnutörn í janúar og langar svo að verja sem mestum tíma með fjölskyldunni minni.“ View this post on Instagram A post shared by DÍSA (@thordisbjork) Jólamolar Jólalög Jólamatur Jól Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég var alltaf gríðarlega mikið Elf og algjört jólabarn enda með gott fólk í kringum mig sem sá alltaf til þess að jólin væru dásamleg. Ég hef svo bara róast töluvert með árunum. Í dag er ég bara sátt ef ég næ kannski einni jólamynd einhvern tímann í desember og kem aðventukransinum upp fyrir jól. Eftir að ég varð mamma þá fór ég að upplifa jólin í gegnum drenginn minn og mér finnst skemmtilegast að sjá tilhlökkunina sem fylgir honum allan desember.“ Þórdís var algjört jólabarn á sínum yngri árum, en nú nýtur hún þess frekar að upplifa jólin í gegnum son sinn. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég held að mín uppáhalds jólaminning séu bara öll jól sem ég átti sem barn. Þá hittist stórfjölskyldan alltaf í hádegismat á aðfangadag hjá ömmu og afa og skiptist á pökkum og á jóladag borðuðum við hangikjöt saman og vorum með möndlugjöf þar sem öllum brögðum var beitt til að fá möndlugjöfina. Það var alltaf hrikalega fyndið enda fjölskyldan miklir húmoristar og hrekkjalómar. Þá mátti alltaf reikna með því að ég og litla frænka mín værum með einhverskonar atriði, dans og söng, sem enginn var svo sem að biðja um en við höfðum mjög gaman af.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Júlí, kærastinn minn, gaf mér ótrúlega flotta myndavél í fyrra sem sló aldeilis í gegn og svo heilt myndaalbúm með myndum frá liðnu ári. Annað sem ég man eftir var 90s leikfangið „furby“ sem ég fékk frá bræðrum mínum þegar ég var 7 ára og ég held að þeim hafi ekki ennþá tekist að gleðja mig jafn mikið síðan þá, ég var alveg í skýjunum með það. Ég fékk líka mjög fallegt og risastórt Sylvanian hús þegar ég var 6 ára frá mömmu og pabba, þau hafa geymt það öll þessi ár og strákurinn minn leikur sér mikið með það. Þykir mjög vænt um þá gjöf.“ View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég held í alvöru talað að ég hafi aldrei fengið slæma jólagjöf. Ég er yfirleitt ánægð með allt sem ég fæ. Versta jólagjöf sem alheimurinn hefur gefið mér hinsvegar var þegar ég fékk einkyrningssótt korter í jól þegar ég var í menntaskóla. Ég man varla eftir jólunum þá enda var ég bara í algjöru móki og mjög lasin. Ekki beint skemmtilegt.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það er svo margt skemmtilegt að gerast í aðdraganda jólanna en ég held mest upp á þessa litlu hluti, eins og til dæmis að eiga rólegan letidag á jóladag með góða bók og borða afganga. Eða að baka og skreyta piparkökur með stráknum mínum og fylgjast með því hvað hann fær í skóinn. Mér finnst líka mjög gaman að skreyta jólatréð heima hjá foreldrum mínum enda er hvert einasta skraut orðið eldgamalt, frekar ljótt og með einhverja sögu. Jólatréstoppurinn er sá ljótasti sem ég hef séð enda valinn af bróður mínum í Kaupfélagi Húnvetninga 1980 þegar hann var 1 árs. Ég fæ alltaf hláturskast þegar mamma skellir honum á toppinn en dáist líka að því hvað hún er lítið upptekin af því að skipta gömlu út fyrir eitthvað nýtt sem er í tísku, þetta er allt voða persónulegt og krúttlegt og svo ljótt að það fer eiginlega hringinn.“ View this post on Instagram A post shared by DÍSA (@thordisbjork) Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Ég á mörg uppáhalds jólalög! En ég held sérstaklega mikið uppá River með Joni Mitchell og Someday at Christmas með Stevie Wonder. Svo vorum við Júlí að gefa út jólalag, sem heitir Gamlárskvöld og það verður í sérstöku uppáhaldi framvegis. Það er hægt að hlusta á það á Spotify fyrir áhugasama!“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég held að ég eigi enga uppáhalds jólamynd. Ef ég ætti að nefna einhverja væri það kannski bara The Grinch. Strákurinn minn heldur mikið upp á hana og svo man ég líka alltaf eftir því þegar bræður mínir fóru með mér í bíó að sjá hana þegar ég var 9 ára. Fannst það ótrúlega skemmtilegt.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég er alltaf hjá foreldrum mínum á aðfangadag og þar er boðið upp á hamborgarhrygg. Klassískt og gott.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég held að það væri helst bara eitthvað fallegt fyrir heimilið, það er alltaf gaman. Ég keypti mér reyndar loksins svona alvöru kaffivél um daginn sem var eiginlega jólagjöf frá mér til mín. Ég er mikill fagurkeri svo falleg flík eða skór slá líka alltaf í gegn.“ Þórdís Björk ásamt unnusta sínum Júlí Heiðari og syni sínum Bjarti. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ætli það sé ekki bara á Þorláksmessu þegar pabbi hringir í mig og dregur mig í búðir til að finna eitthvað handa mömmu í jólagjöf. Einu sinni á ári sem hann sýnir því áhuga að fara í búðarráp með mér og þá mega jólin koma.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég var að klára æfingartörn fyrir norðan en leikfélag Akureyrar er að setja upp söngleikinn Chicago sem verður frumsýndur í lok janúar. Ég ætla að nota desember til að undirbúa mig fyrir mikla vinnutörn í janúar og langar svo að verja sem mestum tíma með fjölskyldunni minni.“ View this post on Instagram A post shared by DÍSA (@thordisbjork)
Jólamolar Jólalög Jólamatur Jól Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01
Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01
„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01
Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00
Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01