„Endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2022 15:23 Birkir Blær (til vinstri) er höfundur lagsins Jólainnkaupalistinn. Samsett Vísir frumflytur í dag lagið Jólainnkaupalistinn. Það er Fjarkar sem gefur lagið út en hópurinn er samanskipaður hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þeir hafa þá hefð að gefa út jólalag á hverju ári. Aron Steinn Ásbjarnarson spilar á saxófón, Örn Ýmir Arason á kontrabassa og Þorkell Helgi Sigfússon á gítar. Allir syngja þeir lagið. Þeir kalla sig fjögurra manna tríó og því varð nafnið Fjarkar fyrir valinu. Birkir Blær Ingólfsson gerir texta. „Lagið heitir Jólainnkaupalistinn og segir af manni sem er kominn í blússandi jólagír, endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum til að kaupa allt sem til þarf svo jólin verði fullkomin. En uppgötvar svo að allar þessar jólavörur skipta engu máli. Það sem honum þykir raunverulega jólalegt er að verja tíma með þeim sem hann elskar við kertaljós - sem kostar náttúrlega svo gott sem ekkert. Og það er fallegt,“ segir Birkir Blær, sem er höfundur textans. Tríóið Fjarkar heldur eina jólahefð í heiðri - að semja og gefa út eitt jólalag á ári. „Þetta er orðinn fastur liður af jólahaldinu, jafnheilagur og skötuboð og skreytt jólatré. Fyrir vikið hefur safnast upp fínasti katalógur af jólalögum sem nálgast má á Spotify. Og nú er þetta nýja lag að koma út. Tríóið Fjarkar er 50's doo wop spilsyngjandi fjögurra manna tríó sem nýtur liðsinnis færustu tónlistarmanna Íslands við upptökur á litlum ilmandi jólalummum,“ útskýrir Birkir Blær. Lagið Jólainnkaupalistinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan og textann má svo lesa neðst í fréttinni. Hægt er að hlusta á fleiri lög frá þeim á Spotify. Klippa: Fjarkinn - Jólainnkaupalistinn Jólainnkaupalistinn Mig vantar sörur mikið skraut möndlugraut óteljandi vörur laufabrauð feitan sauð mandarínur jólatré og fyllta pekingönd og gjafabréf á sólarströnd Ég kaupi jólin, kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr! Hvar fæ ég hvítöl kyrrð og ró og jólasnjó, hvers kyns jólameðöl, jólaljós og jól í dós. Ég fer í átta búðir til að finna mistiltein og leigi síðan jólasvein. Ég kaupi jólin kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr. Ég gerði listann minn af nákvæmni og alúð en ég finn að jólahátíðin fæst víst ekki í búð. Ég keypti jólin en staðreyndin er sú að það sem mér finnst jólalegt er kertaljós og þú. Jól Jólalög Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Aron Steinn Ásbjarnarson spilar á saxófón, Örn Ýmir Arason á kontrabassa og Þorkell Helgi Sigfússon á gítar. Allir syngja þeir lagið. Þeir kalla sig fjögurra manna tríó og því varð nafnið Fjarkar fyrir valinu. Birkir Blær Ingólfsson gerir texta. „Lagið heitir Jólainnkaupalistinn og segir af manni sem er kominn í blússandi jólagír, endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum til að kaupa allt sem til þarf svo jólin verði fullkomin. En uppgötvar svo að allar þessar jólavörur skipta engu máli. Það sem honum þykir raunverulega jólalegt er að verja tíma með þeim sem hann elskar við kertaljós - sem kostar náttúrlega svo gott sem ekkert. Og það er fallegt,“ segir Birkir Blær, sem er höfundur textans. Tríóið Fjarkar heldur eina jólahefð í heiðri - að semja og gefa út eitt jólalag á ári. „Þetta er orðinn fastur liður af jólahaldinu, jafnheilagur og skötuboð og skreytt jólatré. Fyrir vikið hefur safnast upp fínasti katalógur af jólalögum sem nálgast má á Spotify. Og nú er þetta nýja lag að koma út. Tríóið Fjarkar er 50's doo wop spilsyngjandi fjögurra manna tríó sem nýtur liðsinnis færustu tónlistarmanna Íslands við upptökur á litlum ilmandi jólalummum,“ útskýrir Birkir Blær. Lagið Jólainnkaupalistinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan og textann má svo lesa neðst í fréttinni. Hægt er að hlusta á fleiri lög frá þeim á Spotify. Klippa: Fjarkinn - Jólainnkaupalistinn Jólainnkaupalistinn Mig vantar sörur mikið skraut möndlugraut óteljandi vörur laufabrauð feitan sauð mandarínur jólatré og fyllta pekingönd og gjafabréf á sólarströnd Ég kaupi jólin, kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr! Hvar fæ ég hvítöl kyrrð og ró og jólasnjó, hvers kyns jólameðöl, jólaljós og jól í dós. Ég fer í átta búðir til að finna mistiltein og leigi síðan jólasvein. Ég kaupi jólin kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr. Ég gerði listann minn af nákvæmni og alúð en ég finn að jólahátíðin fæst víst ekki í búð. Ég keypti jólin en staðreyndin er sú að það sem mér finnst jólalegt er kertaljós og þú.
Jól Jólalög Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira