Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 07:00 Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns syngur um dimman desember í ástarlaginu Okkar nótt. Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið. Við ætlum að telja niður til jóla og gleðja lesendur með frábærri tónlist, einu lagi á dag, á hverjum degi til 24. desember. Ekki verða endilega um jólalög að ræða, þó mögulega kunni eitt og eitt að læðast með, heldur verður boðið upp á frábæra blöndu af hugljúfum tónum og hressari lögum til að koma okkur öllum í hárrétta gírinn. Þá er ekki eftir neinu að bíða og hér með kynnum við fyrsta lagið. Fyrsta lagið í Jóladagatali Vísis er Okkar nótt, með einni ástkærustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Lagið er af plötunni Hvar er draumurinn sem kom út árið 2008 en lagið er þó eldra. Óhætt er að segja að lagið hafi slegið rækilega í gegn á sínum tíma . Það var valið Lag ársins bæði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2000 sem og á Hlustendaverðlaunum FM957, þar sem söngvari sveitarinnar, Stefán Hilmarsson var einnig kosinn söngvari ársins. Myndbandið við lagið er tekið upp á tónleikum Sálarinnar í Loftkastalanum, en þeir voru valdir Tónlistarviðburður ársins á áðurnefndum Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2000. Þessi auglýsing birtist í DV 18.mars árið 2000. Sálin hans Jóns míns var sigursæl á Íslensku tónlistarverðlaununum það ár. Lagið er eitt af þessum lögum sem á vel við í öllum aðstæðum. Hvort sem það er heima við í rólegheitum, til að hlusta á í göngutúr, nú eða öskursyngja í karókí í góðra vina hópi. Textinn er sérstaklega fallegur. Í textanum kemur fram „..dimmur desember“, og því er næstum réttlætanlegt að kalla þetta jólalag. Ekki? Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér. Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum. Ekkert liggur á. Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember, Ég er ennþá hér. Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á, Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein. Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér og nú, ástæðan ert þú. Leggðu hönd í lófa minn, langt ´í burt ´er dagurinn. Ekkert liggur á, þetta ´er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínutu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér, og ég hugsa um ekkert annað eins og er Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér Útilokum allt, við ein. Lag dagsins er Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns, en hvað verður það á morgun? Fylgist vel með á Vísi. Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Við ætlum að telja niður til jóla og gleðja lesendur með frábærri tónlist, einu lagi á dag, á hverjum degi til 24. desember. Ekki verða endilega um jólalög að ræða, þó mögulega kunni eitt og eitt að læðast með, heldur verður boðið upp á frábæra blöndu af hugljúfum tónum og hressari lögum til að koma okkur öllum í hárrétta gírinn. Þá er ekki eftir neinu að bíða og hér með kynnum við fyrsta lagið. Fyrsta lagið í Jóladagatali Vísis er Okkar nótt, með einni ástkærustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Lagið er af plötunni Hvar er draumurinn sem kom út árið 2008 en lagið er þó eldra. Óhætt er að segja að lagið hafi slegið rækilega í gegn á sínum tíma . Það var valið Lag ársins bæði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2000 sem og á Hlustendaverðlaunum FM957, þar sem söngvari sveitarinnar, Stefán Hilmarsson var einnig kosinn söngvari ársins. Myndbandið við lagið er tekið upp á tónleikum Sálarinnar í Loftkastalanum, en þeir voru valdir Tónlistarviðburður ársins á áðurnefndum Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2000. Þessi auglýsing birtist í DV 18.mars árið 2000. Sálin hans Jóns míns var sigursæl á Íslensku tónlistarverðlaununum það ár. Lagið er eitt af þessum lögum sem á vel við í öllum aðstæðum. Hvort sem það er heima við í rólegheitum, til að hlusta á í göngutúr, nú eða öskursyngja í karókí í góðra vina hópi. Textinn er sérstaklega fallegur. Í textanum kemur fram „..dimmur desember“, og því er næstum réttlætanlegt að kalla þetta jólalag. Ekki? Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér. Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum. Ekkert liggur á. Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember, Ég er ennþá hér. Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á, Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein. Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér og nú, ástæðan ert þú. Leggðu hönd í lófa minn, langt ´í burt ´er dagurinn. Ekkert liggur á, þetta ´er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínutu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér, og ég hugsa um ekkert annað eins og er Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér Útilokum allt, við ein. Lag dagsins er Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns, en hvað verður það á morgun? Fylgist vel með á Vísi.
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira