Elon Musk: Tesla Semi flutningabíll komst 800 km full lestaður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. nóvember 2022 07:01 Tesla Semi. Flutningabíllinn Tesla Semi fór 800 kílómetra á einni hleðslu full lestaður, samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Afhendingar á Semi munu hefjast á næstu dögum. Musk tvítaði að bíllinn heði farið 800 km (500 mílur) með jafngildi 36,7 tonna í eftirdragi. Það er engin ástæða til að draga niðurstöðuna í efa en það hefði verið áhugavert að vita við hvaða aðstæður og hversu hratt bíllinn fór. Tesla team just completed a 500 mile drive with a Tesla Semi weighing in at 81,000 lbs!— Elon Musk (@elonmusk) November 27, 2022 Flutningabíllinn er framleiddur í Reno, Nevada og ætlunin er að auka framleiðslugetuna hratt og ná á árinu 2024 framleiðslugetu upp á 50.000 bíla á ári. Það væri rúmlega 100 eintök á dag. Í dag er framleiðslugetan samkvæmt einhverjum heimildum um 100 eintök í ár. Tesla Semi í Pepsi-útliti. Pepsico pantaði nokkurn fjölda. Orkunýting Semi er 1,24 kWh/km, bíllinn er um 20 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst þegar hann er full lestaður og getur hlaðið sig upp um 70% á um 30 mínútum. Rafhlaðan er 1000 kWh og eldsneytissparnaður er um 28,7 milljónir króna á um þremur árum, samkvæmt útreikningum Tesla. Grunnverðið á Tesla Semi með 450 km drægni, full lestaður er um 21,5 milljón króna. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent
Musk tvítaði að bíllinn heði farið 800 km (500 mílur) með jafngildi 36,7 tonna í eftirdragi. Það er engin ástæða til að draga niðurstöðuna í efa en það hefði verið áhugavert að vita við hvaða aðstæður og hversu hratt bíllinn fór. Tesla team just completed a 500 mile drive with a Tesla Semi weighing in at 81,000 lbs!— Elon Musk (@elonmusk) November 27, 2022 Flutningabíllinn er framleiddur í Reno, Nevada og ætlunin er að auka framleiðslugetuna hratt og ná á árinu 2024 framleiðslugetu upp á 50.000 bíla á ári. Það væri rúmlega 100 eintök á dag. Í dag er framleiðslugetan samkvæmt einhverjum heimildum um 100 eintök í ár. Tesla Semi í Pepsi-útliti. Pepsico pantaði nokkurn fjölda. Orkunýting Semi er 1,24 kWh/km, bíllinn er um 20 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst þegar hann er full lestaður og getur hlaðið sig upp um 70% á um 30 mínútum. Rafhlaðan er 1000 kWh og eldsneytissparnaður er um 28,7 milljónir króna á um þremur árum, samkvæmt útreikningum Tesla. Grunnverðið á Tesla Semi með 450 km drægni, full lestaður er um 21,5 milljón króna.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent