Elon Musk: Tesla Semi flutningabíll komst 800 km full lestaður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. nóvember 2022 07:01 Tesla Semi. Flutningabíllinn Tesla Semi fór 800 kílómetra á einni hleðslu full lestaður, samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Afhendingar á Semi munu hefjast á næstu dögum. Musk tvítaði að bíllinn heði farið 800 km (500 mílur) með jafngildi 36,7 tonna í eftirdragi. Það er engin ástæða til að draga niðurstöðuna í efa en það hefði verið áhugavert að vita við hvaða aðstæður og hversu hratt bíllinn fór. Tesla team just completed a 500 mile drive with a Tesla Semi weighing in at 81,000 lbs!— Elon Musk (@elonmusk) November 27, 2022 Flutningabíllinn er framleiddur í Reno, Nevada og ætlunin er að auka framleiðslugetuna hratt og ná á árinu 2024 framleiðslugetu upp á 50.000 bíla á ári. Það væri rúmlega 100 eintök á dag. Í dag er framleiðslugetan samkvæmt einhverjum heimildum um 100 eintök í ár. Tesla Semi í Pepsi-útliti. Pepsico pantaði nokkurn fjölda. Orkunýting Semi er 1,24 kWh/km, bíllinn er um 20 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst þegar hann er full lestaður og getur hlaðið sig upp um 70% á um 30 mínútum. Rafhlaðan er 1000 kWh og eldsneytissparnaður er um 28,7 milljónir króna á um þremur árum, samkvæmt útreikningum Tesla. Grunnverðið á Tesla Semi með 450 km drægni, full lestaður er um 21,5 milljón króna. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent
Musk tvítaði að bíllinn heði farið 800 km (500 mílur) með jafngildi 36,7 tonna í eftirdragi. Það er engin ástæða til að draga niðurstöðuna í efa en það hefði verið áhugavert að vita við hvaða aðstæður og hversu hratt bíllinn fór. Tesla team just completed a 500 mile drive with a Tesla Semi weighing in at 81,000 lbs!— Elon Musk (@elonmusk) November 27, 2022 Flutningabíllinn er framleiddur í Reno, Nevada og ætlunin er að auka framleiðslugetuna hratt og ná á árinu 2024 framleiðslugetu upp á 50.000 bíla á ári. Það væri rúmlega 100 eintök á dag. Í dag er framleiðslugetan samkvæmt einhverjum heimildum um 100 eintök í ár. Tesla Semi í Pepsi-útliti. Pepsico pantaði nokkurn fjölda. Orkunýting Semi er 1,24 kWh/km, bíllinn er um 20 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst þegar hann er full lestaður og getur hlaðið sig upp um 70% á um 30 mínútum. Rafhlaðan er 1000 kWh og eldsneytissparnaður er um 28,7 milljónir króna á um þremur árum, samkvæmt útreikningum Tesla. Grunnverðið á Tesla Semi með 450 km drægni, full lestaður er um 21,5 milljón króna.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent