„Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er frábær leikmaður og þrátt fyrir ungan aldur er hún að verða ein sú besta í Olís deild kvenna í handbolta. Vísir/Diego Elín Klara Þorkelsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á dögunum og átti síðan frábæran leik með Haukaliðinu um helgina. Hún fékk eins og oft áður mikið hrós í Seinni bylgjunni. „Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira