Hvað á rjúpan að hanga lengi? Karl Lúðvíksson skrifar 21. nóvember 2022 09:16 Rjúpa er ómissandi hluti af jólahaldi margra Íslendinga Nú er rjúpnaveiðitímabilið hafið og margir farnir að fá pínu vatn í munninn við tilhugsunina um að gæða sér á þessari bragðgóðu villibráð. Það er til siðs að láta rjúpu hanga áður en hún er elduð en hversu lengi á hún að hanga, hvernig og af hverju? Það eru ansi skiptar skoðanir á þessu svo við leituðum til nokkurra rjúpnaskyttna til að fá álit þeirra á þessu. Það er álit margra að láta fuglinn hanga úti þar til samanlagður dagafjöldi og frost gefur þér töluna 40. Menn eru ekki sammála um hvort hún eigi að hanga á fótunum eða á hausnum en að láta hana hanga á hausnum á að fá bragðið úr fóarninu í bringurnar og að láta hana hanga á fótunum á að láta bragðið úr görnunum, þ.e.a.s. meltu fæðuna, fara í bringurnar. Rjúpan er líka látin hanga til að meyrna kjötið.Sumir hengja hana upp strax eftir að heim er komið, aðrir fyrsta hana beint eftir veiði og hengja svo allar upp saman einhverja daga fyrir jól. Stundum látin hanga lengi og stundum stutt. Svo voru nokkrir sem sögðust bara ekkert láta hana hanga því þeir töldu það ekki skipta neinu máli fyrir bragð. Flestir voru samt sammála um að gera að henni fjórum til fimm dögum fyrir jól og láta bringurnar standa í kæli til að meyrna. Eins að taka hana út 5-6 tímum áður en það á að elda hana til að bringan nái stofuhita þegar hún er steikt en ekki að setja hana kalda á heita pönnuna. Nota bene það er meistarakokkur sem mælti með þessu.Það verður alltaf þannig að engin ein aðferð er réttari en önnur. Þú sem ert að byrja á skotveiðum átt eftir að finna það sem þér finnst best. Undirritaður lætur fuglinn hanga í 7-8 daga, verkar þær nokkrum dögum fyrr og fylgir ráðum kokksins um að meyrna í kæli og standa til að ná stofuhita aður en hún er elduð. Hefur ekki klikkað bragðið hjá mér ennþá en það skal þó tekið fram að mér er bannað að gera sósuna eftir að hafa næstum því klúðrað henni fyrir nokkrum árum svo eiginkonan sér um sósuna og gerir hana himneska á hverju ári. Skotveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Það er til siðs að láta rjúpu hanga áður en hún er elduð en hversu lengi á hún að hanga, hvernig og af hverju? Það eru ansi skiptar skoðanir á þessu svo við leituðum til nokkurra rjúpnaskyttna til að fá álit þeirra á þessu. Það er álit margra að láta fuglinn hanga úti þar til samanlagður dagafjöldi og frost gefur þér töluna 40. Menn eru ekki sammála um hvort hún eigi að hanga á fótunum eða á hausnum en að láta hana hanga á hausnum á að fá bragðið úr fóarninu í bringurnar og að láta hana hanga á fótunum á að láta bragðið úr görnunum, þ.e.a.s. meltu fæðuna, fara í bringurnar. Rjúpan er líka látin hanga til að meyrna kjötið.Sumir hengja hana upp strax eftir að heim er komið, aðrir fyrsta hana beint eftir veiði og hengja svo allar upp saman einhverja daga fyrir jól. Stundum látin hanga lengi og stundum stutt. Svo voru nokkrir sem sögðust bara ekkert láta hana hanga því þeir töldu það ekki skipta neinu máli fyrir bragð. Flestir voru samt sammála um að gera að henni fjórum til fimm dögum fyrir jól og láta bringurnar standa í kæli til að meyrna. Eins að taka hana út 5-6 tímum áður en það á að elda hana til að bringan nái stofuhita þegar hún er steikt en ekki að setja hana kalda á heita pönnuna. Nota bene það er meistarakokkur sem mælti með þessu.Það verður alltaf þannig að engin ein aðferð er réttari en önnur. Þú sem ert að byrja á skotveiðum átt eftir að finna það sem þér finnst best. Undirritaður lætur fuglinn hanga í 7-8 daga, verkar þær nokkrum dögum fyrr og fylgir ráðum kokksins um að meyrna í kæli og standa til að ná stofuhita aður en hún er elduð. Hefur ekki klikkað bragðið hjá mér ennþá en það skal þó tekið fram að mér er bannað að gera sósuna eftir að hafa næstum því klúðrað henni fyrir nokkrum árum svo eiginkonan sér um sósuna og gerir hana himneska á hverju ári.
Skotveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði