Princess Diaries 3 staðfest: Mætir Mia Thermopolis aftur á skjáinn? Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. nóvember 2022 16:44 Óstaðfest er hvort Andrews og Hathaway mæti aftur en þær hafa þó báðar lýst yfir vilja til þess. Walt Disney Aðdáendur Princess Diaries kvikmyndanna og bókanna geta nú glaðst. Princess Diaries 3 er í vinnslu hjá Disney. Árið er 2001. Anne Hathaway skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Miu Thermopolis, laumu prinsessunnar frá Genóvíu, í kvikmyndinni „The Princess Diaries“ sem byggð var á samnefndum bókum. Ásamt Hathaway léku í kvikmyndinni Julie Andrews, Hector Elizando, Heather Matarazzo og Sandra Oh. Meg Cabot, höfundur bókanna var í teymi handritshöfunda og söngkonan Whitney Houston heitin var ein af framleiðendum myndarinnar. Kvikmyndin fjallar um hina sextán ára Miu Thermopolis frá San Fransisco sem kemst óvænt að því að hún er konungborin og réttmætur erfingi krúnunnar í Genóvíu. Með uppgötvuninni koma allskyns áskoranir fyrir Miu eins og að læra að haga sér líkt og prinsessu sæmir. Þá áttar hún sig á því hverjir hennar raunverulegu vinir eru. Anne Hathaway, Heather Matarazzo og Robert Schwartzman. Matarazzo og Schwartzman léku Moscowitz systkinin.Walt Disney Kvikmyndin stimplaði sig fljótt inn í hjörtu margra og var myndin til dæmis ein sú vinsælasta sem kom út í Bandaríkjunum þetta árið. Aðdáendur kvikmyndarinnar voru sólgnir í meira enda kvikmyndin byggð á bók Meg Cabot. Framhaldsbók seríunnar út í júní 2001 svo möguleiki á framhaldi var mikill. Nú eru bækurnar orðnar ellefu talsins og á sú tólfta að koma út á komandi ári. Árið 2004 var biðin eftir nýrri kvikmynd á enda. Þá kom önnur kvikmyndin út, „The Princess Diaries 2: Royal Engagement.“ Stór hluti upphaflega leikaraliðsins sneri aftur ásamt viðbótum en sem dæmi um liðsauka má nefna Raven-Symoné og Chris Pine ásamt fleirum. Plaköt kvikmyndanna tveggja frá 2001 og 2004.Walt Disney Archives Að þessu sinni heldur Mia til Genóvíu til þess að undirbúa sig undir það að taka við drottningarembættinu af ömmu sinni, sem leikin er af Julie Andrews. Þó gengur ekki allt upp eins og það á að gera og virðist Mia tilneydd til þess að trúlofa sig áður en hún má taka við embættinu. Í kjölfarið hefst leitin að hinum eina rétta og skjóta vafasamir aðilar upp kollinum. Anne Hathaway og Chris Pine,Walt Disney Auk rithöfundarins Meg Cabot sá Shonda Rimes um handritsgerð ásamt fleirum og var Whitney Houston enn ein framleiðenda. Í mörg ár hafa orðrómar um fleiri kvikmyndir í seríunni verið á sveimi. Nú nýlega sagði Hathaway til dæmis í samtali við ET að hún væri svo sannarlega til í að þriðja myndin yrði að veruleika. Hún væri í raun að ýta á eftir því. Einnig sagði Andrews í samtali við ET að hún myndi vilja vera hluti af annarri kvikmynd til viðbótar ef pláss væri fyrir hana. Nú virðist ósk Hathaway ætla að rætast en Variety hefur greint frá því að vinnsla þriðju kvikmyndarinnar sé hafin hjá Disney. Þó kemur fram að ekki hafi fengist staðfest hvort Hathaway og Andrews ásamt öðrum leikurum eldri myndanna séu hluti af verkefninu. Þó er ljóst að einhverjar breytingar verði á framleiðslu og leikstjórn þar sem Garry Marshall, leikstjóri fyrri kvikmyndanna tveggja er fallinn frá auk framleiðandans og söngkonunnar Whitney Houston. Búist er við því að kvikmyndirnar haldi áfram þaðan sem frá var horfið en tíminn einn mun leiða í ljós hvaða leið verður farin hvað varðar framleiðslu kvikmyndarinnar. Þó vonast eflaust flestir aðdáendur til þess að sjá kunnugleg andlit á ný. Anne Hathaway, Hector Elizando og Julie Ansrews.Walt Disney Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Árið er 2001. Anne Hathaway skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Miu Thermopolis, laumu prinsessunnar frá Genóvíu, í kvikmyndinni „The Princess Diaries“ sem byggð var á samnefndum bókum. Ásamt Hathaway léku í kvikmyndinni Julie Andrews, Hector Elizando, Heather Matarazzo og Sandra Oh. Meg Cabot, höfundur bókanna var í teymi handritshöfunda og söngkonan Whitney Houston heitin var ein af framleiðendum myndarinnar. Kvikmyndin fjallar um hina sextán ára Miu Thermopolis frá San Fransisco sem kemst óvænt að því að hún er konungborin og réttmætur erfingi krúnunnar í Genóvíu. Með uppgötvuninni koma allskyns áskoranir fyrir Miu eins og að læra að haga sér líkt og prinsessu sæmir. Þá áttar hún sig á því hverjir hennar raunverulegu vinir eru. Anne Hathaway, Heather Matarazzo og Robert Schwartzman. Matarazzo og Schwartzman léku Moscowitz systkinin.Walt Disney Kvikmyndin stimplaði sig fljótt inn í hjörtu margra og var myndin til dæmis ein sú vinsælasta sem kom út í Bandaríkjunum þetta árið. Aðdáendur kvikmyndarinnar voru sólgnir í meira enda kvikmyndin byggð á bók Meg Cabot. Framhaldsbók seríunnar út í júní 2001 svo möguleiki á framhaldi var mikill. Nú eru bækurnar orðnar ellefu talsins og á sú tólfta að koma út á komandi ári. Árið 2004 var biðin eftir nýrri kvikmynd á enda. Þá kom önnur kvikmyndin út, „The Princess Diaries 2: Royal Engagement.“ Stór hluti upphaflega leikaraliðsins sneri aftur ásamt viðbótum en sem dæmi um liðsauka má nefna Raven-Symoné og Chris Pine ásamt fleirum. Plaköt kvikmyndanna tveggja frá 2001 og 2004.Walt Disney Archives Að þessu sinni heldur Mia til Genóvíu til þess að undirbúa sig undir það að taka við drottningarembættinu af ömmu sinni, sem leikin er af Julie Andrews. Þó gengur ekki allt upp eins og það á að gera og virðist Mia tilneydd til þess að trúlofa sig áður en hún má taka við embættinu. Í kjölfarið hefst leitin að hinum eina rétta og skjóta vafasamir aðilar upp kollinum. Anne Hathaway og Chris Pine,Walt Disney Auk rithöfundarins Meg Cabot sá Shonda Rimes um handritsgerð ásamt fleirum og var Whitney Houston enn ein framleiðenda. Í mörg ár hafa orðrómar um fleiri kvikmyndir í seríunni verið á sveimi. Nú nýlega sagði Hathaway til dæmis í samtali við ET að hún væri svo sannarlega til í að þriðja myndin yrði að veruleika. Hún væri í raun að ýta á eftir því. Einnig sagði Andrews í samtali við ET að hún myndi vilja vera hluti af annarri kvikmynd til viðbótar ef pláss væri fyrir hana. Nú virðist ósk Hathaway ætla að rætast en Variety hefur greint frá því að vinnsla þriðju kvikmyndarinnar sé hafin hjá Disney. Þó kemur fram að ekki hafi fengist staðfest hvort Hathaway og Andrews ásamt öðrum leikurum eldri myndanna séu hluti af verkefninu. Þó er ljóst að einhverjar breytingar verði á framleiðslu og leikstjórn þar sem Garry Marshall, leikstjóri fyrri kvikmyndanna tveggja er fallinn frá auk framleiðandans og söngkonunnar Whitney Houston. Búist er við því að kvikmyndirnar haldi áfram þaðan sem frá var horfið en tíminn einn mun leiða í ljós hvaða leið verður farin hvað varðar framleiðslu kvikmyndarinnar. Þó vonast eflaust flestir aðdáendur til þess að sjá kunnugleg andlit á ný. Anne Hathaway, Hector Elizando og Julie Ansrews.Walt Disney
Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira