Tónleikaferðalag í tengslum við plötuna hefst 9. mars árið 2023 og platan kemur út 17. mars. Emiliana ræddi tónlistina og nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni.
„Ég fer einu sinni í mánuði út að vinna í eina viku,“ segir tónlistarkonan þar meðal annars. Hún semur þá og tekur upp í stúdíói.
„Ég er búin að vera núna með þrjú verkefni í einu.“
Emiliana segir að það henti sér betur að hafa þetta aðskilið og fara út og geta þá unnið allan sólarhringinn og einbeitt sér algjörlega að tónlistinni.
„Ég er alveg hræðilegur multitasker.“
Eftir að tapa ástríðunni tímabundið, fór hún að leita að innblæstri á ný.
„Ég lenti í ótrúlega fyndnum og skemmtilegum ævintýrum.“
Viðtalið og lagið Mikos má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.