Tónlist

Emiliana Torrini gefur út nýtt lag og tilkynnir útgáfu plötu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Emiliana Torrini á tónleikum í London.
Emiliana Torrini á tónleikum í London. Getty/Lorne Thomson

Emiliana Torrini gefur í dag út lagið Mikos. Hún tilkynnti líka á samfélagsmiðlum væntanlega útgáfu á nýrri plötu sem hefur titilinn Racing the storm. 

Tónleikaferðalag í tengslum við plötuna hefst 9. mars árið 2023 og platan kemur út 17. mars. Emiliana ræddi tónlistina og nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni. 

„Ég fer einu sinni í mánuði út að vinna í eina viku,“ segir tónlistarkonan þar meðal annars. Hún semur þá og tekur upp í stúdíói. 

„Ég er búin að vera núna með þrjú verkefni í einu.“

Emiliana segir að það henti sér betur að hafa þetta aðskilið og fara út og geta þá unnið allan sólarhringinn og einbeitt sér algjörlega að tónlistinni. 

„Ég er alveg hræðilegur multitasker.“

Eftir að tapa ástríðunni tímabundið, fór hún að leita að innblæstri á ný. 

„Ég lenti í ótrúlega fyndnum og skemmtilegum ævintýrum.“

Viðtalið og lagið Mikos má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.