Mammals: Veitingahúsadólgur lendir í nettröllum Heiðar Sumarliðason skrifar 19. nóvember 2022 09:37 James Corden leikur kokkinn Jamie í Mammals. Það er ansi hæðnislegt að nokkrum vikum eftir að spjallþáttastjórnandinn James Corden var úthrópaður á Instagram sem veitingahúsadólgur, skuli koma út þáttaröð með honum í aðalhlutverki þar sem hann leikur...kokk. Mammals eftir Bretana James Richardson og Jez Butterworth er nú komin á Amazon Prime, þar sem Corden leikur Jamie Buckingham, umræddan kokk. Þáttaröðin gerist þó að mestu utan eldhúss veitingastaðar (sem betur fer, ég þoli illa kokkadrama, nema Under Siege með Steven Seagal) og fjallar aðallega um samband Jamies við eiginkonu sína, franska þokkadís að nafni Amandine. Best að vita sem minnst Áður en ég ýtti á play-flipann vissi ég ekkert um þáttaröðina annað en að James Corden léki í henni kokk og tel ég það langbestu leiðina til að horfa á hana; að vita sem minnst. Því ætla ég að hafa upplýsingar um framvinduna í minnsta lagi. Hjónin á erfiðri stundu. Aðrar stórar persónur í þáttaröðinni eru Lue, systir Jamies, og eiginmaður hennar Jeff. Þau dragast hægt og rólega inn í söguna eftir því sem henni vindur fram og er seinni hluti Mammals því samhliða saga tveggja hjóna. Þáttaröðin virkar best á meðan fókusinn er eingöngu á þau Jamie og Amandine, þar sem úrvinnslan á sögu systur Jamies, henni Lue, kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hið ímyndaða tímaflakk hennar gerir framvinduna að hálfgerðu bútasaumsteppi, sem inniheldur þó aðeins þennan eina aukabút og stingur því í stúf við restina af sögunni. Þessi bót táknar söguþráð Lue í samhengi við heildina í Mammals. Vegna þessa verður á stundum, þetta hreina og beina sjónvarpsgamandrama, að einhvers konar leikhústilgerð. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart, þar sem annar höfundur Mammals er breska leikskáldið Jez Butterworth. Ákveðin leikhússtílbrögð sem hann beitir gera hins vegar ekkert fyrir heildarupplifunina og valda vonbrigðum. Áhorfendur eru margir hverjir mjög íhaldssamir þegar kemur að birtingarmyndum sagna. Leikhúsáhorfendur vilja ekki upplifa að þeir séu að horfa á sjónvarpsþátt á sviði og sjónvarpsáhorfendur stuðast margir þegar þeir upplifa sjónvarpsþætti sem leikhús. Að blanda saman þessum tegundum er einstaklega vandmeðfarið og þurfa höfundarnir að vera undir það búnir að afraksturinn sé ekki allra. Sem virðist vera útkoman. Vote brigading Miðað við dóma erlendra rýna er Mammals svo sannarlega ekki allra og ef áhorfendaeinkunnir eru skoðaðar mætti halda að Mammals sé algjört sorp og James Corden einhver fyrirlitnasti maður heims. Einkunn þáttarins á Imdb.com er 5,1 (hún var 4,6 fyrir ekki svo löngu síðan), sem er í engum takti við gæði þáttaraðarinnar. Því virðist maðkur í mysunni. Sjálfur taldi ég James Corden mjög vinsælan sjónvarpsmann en mögulega hefur uppákoman á veitinghúsinu orðið til þess að velvild hans frá almenningi hefur eitthvað dvínað. A.m.k. hefur Mammals orðið fyrir árásum netverja sem gefa henni 1 í einkunn á Imdb.com, án þess að hafa séð eina sekúndu af þættinum. Með þessu eru nettröllin að reyna að fæla fólk frá því að horfa á þáttaröðina og þannig skemma fyrir Corden. Þetta er eitthvað sem vanheilt fólk hefur nú stundað um hríð, oftast tengt kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem það telur hygla einhvers konar minnihlutahópum sem því er í nöp við. Kvikmyndir sem hafa orðið fyrir þessu - sem kallast vote brigading í enskri tungu - eru m.a. Ghostbusters, I am Not Your Negro, Captain Marvel og nú síðast gamanmyndin Bros. Þetta eru einarðar árásir á heildstæða afstöðu almennings til þessara titla og er á góðri leið með að skemma áreiðanleika Imdb.com. Skjáskot frá því í síðustu viku sýnir að eftir því sem fleiri sjá Mammals, því hærri verður einkunnin. Það kom mér þó töluvert á óvart að meðaleinkunn helstu gagnrýnenda á Metacritic er 58. Því mætti halda að fagfólk í sjónvarpsrýni sé einnig að stunda þetta svokallaða vote brigading. Ég sé hreinlega ekki hvernig 58 af 100 geti verið einkunn sem þessi þáttur á að hljóta, þrátt fyrir alla galla hans. Heilt yfir er Mammals þáttaröð sem hélt athygli minn 80% tímans og var það einungis í þeim hluta sem fókusinn færðist yfir á Lue að hún tapaði mér. 80% er hins vegar mjög góður árangur, því flestar þáttaraðir tapa athygli og áhuga mínum frekar fljótt. Hilmir Snær Guðnason í hlutverki sínu í Fyrirheitna landinu eftir Jez Butterworth í Þjóðleikhúsinu. Það er þó auðvelt að gagnrýna ýmislegt við Mammals. Sum framvindan er ekki ýkja frumleg og slaufan sem bundin er í lokin er fullmikið „bleh.“ Sumir erlendir rýnar hafa augljóslega látið þetta fara svo mikið í taugarnar á sér að þeir fóru yfir strikið í blammeringum, svipað og vinur okkar Corden í veitingastaðaruppákomunni. Þegar ég rýni í þáttaraðir og kvikmyndir set ég í efsta sæti hvernig mér líður á meðan ég horfi; gleymi ég stað og stund? Það gerði ég hér og mæli ég því með áhorfi á Mammals. Niðurstaða: Gölluð en ánægjuleg þáttaröð. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Mammals eftir Bretana James Richardson og Jez Butterworth er nú komin á Amazon Prime, þar sem Corden leikur Jamie Buckingham, umræddan kokk. Þáttaröðin gerist þó að mestu utan eldhúss veitingastaðar (sem betur fer, ég þoli illa kokkadrama, nema Under Siege með Steven Seagal) og fjallar aðallega um samband Jamies við eiginkonu sína, franska þokkadís að nafni Amandine. Best að vita sem minnst Áður en ég ýtti á play-flipann vissi ég ekkert um þáttaröðina annað en að James Corden léki í henni kokk og tel ég það langbestu leiðina til að horfa á hana; að vita sem minnst. Því ætla ég að hafa upplýsingar um framvinduna í minnsta lagi. Hjónin á erfiðri stundu. Aðrar stórar persónur í þáttaröðinni eru Lue, systir Jamies, og eiginmaður hennar Jeff. Þau dragast hægt og rólega inn í söguna eftir því sem henni vindur fram og er seinni hluti Mammals því samhliða saga tveggja hjóna. Þáttaröðin virkar best á meðan fókusinn er eingöngu á þau Jamie og Amandine, þar sem úrvinnslan á sögu systur Jamies, henni Lue, kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hið ímyndaða tímaflakk hennar gerir framvinduna að hálfgerðu bútasaumsteppi, sem inniheldur þó aðeins þennan eina aukabút og stingur því í stúf við restina af sögunni. Þessi bót táknar söguþráð Lue í samhengi við heildina í Mammals. Vegna þessa verður á stundum, þetta hreina og beina sjónvarpsgamandrama, að einhvers konar leikhústilgerð. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart, þar sem annar höfundur Mammals er breska leikskáldið Jez Butterworth. Ákveðin leikhússtílbrögð sem hann beitir gera hins vegar ekkert fyrir heildarupplifunina og valda vonbrigðum. Áhorfendur eru margir hverjir mjög íhaldssamir þegar kemur að birtingarmyndum sagna. Leikhúsáhorfendur vilja ekki upplifa að þeir séu að horfa á sjónvarpsþátt á sviði og sjónvarpsáhorfendur stuðast margir þegar þeir upplifa sjónvarpsþætti sem leikhús. Að blanda saman þessum tegundum er einstaklega vandmeðfarið og þurfa höfundarnir að vera undir það búnir að afraksturinn sé ekki allra. Sem virðist vera útkoman. Vote brigading Miðað við dóma erlendra rýna er Mammals svo sannarlega ekki allra og ef áhorfendaeinkunnir eru skoðaðar mætti halda að Mammals sé algjört sorp og James Corden einhver fyrirlitnasti maður heims. Einkunn þáttarins á Imdb.com er 5,1 (hún var 4,6 fyrir ekki svo löngu síðan), sem er í engum takti við gæði þáttaraðarinnar. Því virðist maðkur í mysunni. Sjálfur taldi ég James Corden mjög vinsælan sjónvarpsmann en mögulega hefur uppákoman á veitinghúsinu orðið til þess að velvild hans frá almenningi hefur eitthvað dvínað. A.m.k. hefur Mammals orðið fyrir árásum netverja sem gefa henni 1 í einkunn á Imdb.com, án þess að hafa séð eina sekúndu af þættinum. Með þessu eru nettröllin að reyna að fæla fólk frá því að horfa á þáttaröðina og þannig skemma fyrir Corden. Þetta er eitthvað sem vanheilt fólk hefur nú stundað um hríð, oftast tengt kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem það telur hygla einhvers konar minnihlutahópum sem því er í nöp við. Kvikmyndir sem hafa orðið fyrir þessu - sem kallast vote brigading í enskri tungu - eru m.a. Ghostbusters, I am Not Your Negro, Captain Marvel og nú síðast gamanmyndin Bros. Þetta eru einarðar árásir á heildstæða afstöðu almennings til þessara titla og er á góðri leið með að skemma áreiðanleika Imdb.com. Skjáskot frá því í síðustu viku sýnir að eftir því sem fleiri sjá Mammals, því hærri verður einkunnin. Það kom mér þó töluvert á óvart að meðaleinkunn helstu gagnrýnenda á Metacritic er 58. Því mætti halda að fagfólk í sjónvarpsrýni sé einnig að stunda þetta svokallaða vote brigading. Ég sé hreinlega ekki hvernig 58 af 100 geti verið einkunn sem þessi þáttur á að hljóta, þrátt fyrir alla galla hans. Heilt yfir er Mammals þáttaröð sem hélt athygli minn 80% tímans og var það einungis í þeim hluta sem fókusinn færðist yfir á Lue að hún tapaði mér. 80% er hins vegar mjög góður árangur, því flestar þáttaraðir tapa athygli og áhuga mínum frekar fljótt. Hilmir Snær Guðnason í hlutverki sínu í Fyrirheitna landinu eftir Jez Butterworth í Þjóðleikhúsinu. Það er þó auðvelt að gagnrýna ýmislegt við Mammals. Sum framvindan er ekki ýkja frumleg og slaufan sem bundin er í lokin er fullmikið „bleh.“ Sumir erlendir rýnar hafa augljóslega látið þetta fara svo mikið í taugarnar á sér að þeir fóru yfir strikið í blammeringum, svipað og vinur okkar Corden í veitingastaðaruppákomunni. Þegar ég rýni í þáttaraðir og kvikmyndir set ég í efsta sæti hvernig mér líður á meðan ég horfi; gleymi ég stað og stund? Það gerði ég hér og mæli ég því með áhorfi á Mammals. Niðurstaða: Gölluð en ánægjuleg þáttaröð.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira