Nokkuð jafnræði var með liðunum lengst af í síðari hálfleik, en gestirnir í Val tóku völdin þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og fóru með fjögurra marka forskot inn til búningsherbergja, staðan 11-15.
Valskonur juku svo forskot sitt í síðari hálfleik og hleyptu heimakonum aldrei nálægt sér. Liðið vann að lokum öruggan átta marka sigur, 20-28.
Mariam Eradze var markahæst í liði Vals með átta mörk, en Lilja Ágústsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir liðið. Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst í liði HK með fimm mörk.
Valskonur tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki. HK er hins vegar enn á botninum án stiga.