Klopp hrósaði „algjörlega stórkostlegum“ Kelleher eftir að hann vann enn eina vítakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2022 09:00 Caoimhin Kelleher ver spyrnu Lewis Dobbin. getty/Nathan Stirk Caoimhin Kelleher var enn og aftur hetja Liverpool í vítaspyrnukeppni þegar liðið sló C-deildarlið Derby County úr leik í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Kelleher varði þrjár spyrnur frá leikmönnum Derby í vítakeppninni sem þurfti að grípa til eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Þetta var í fjórða sinn sem Liverpool vinnur vítakeppni með Kelleher í markinu. Enginn markvörður í sögu félagsins hefur unnið fleiri vítakeppnir. Írinn hefur aðeins spilað átján leiki fyrir Liverpool og vinnur því vítakeppni nánast í fjórða hverjum leik. Tonight was Caoimhín Kelleher's fourth penalty shootout win That's more than any goalkeeper in our history pic.twitter.com/IkNte7fU9v— Liverpool FC (@LFC) November 9, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum sáttur með markvörðinn unga eftir leikinn í gær en var undrandi þegar honum var sagt frá tölfræði hans í vítakeppnum. „Í sögunni? Vá. Þetta voru virkilega góð víti. Þau voru öll á leiðinni í hornin. Hann er algjörlega stórkostlegur. Hann er nútíma markvörður. Yfirvegaður, getur spilað fótbolta og komið í veg fyrir að boltinn fari í netið,“ sagði Klopp. „Ég er í skýjunum með hann. Þegar hann brosir veistu hversu miklu máli þetta skiptir fyrir hann. Hann á nóg eftir.“ Kelleher varði frá Conor Hourihane, Craig Forsyth og Lewis Dobbin í vítakeppninni. Harvey Elliott tryggði Rauða hernum svo farseðilinn í 4. umferð með því að skora úr fimmtu og síðustu spyrnu liðsins. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Kelleher varði þrjár spyrnur frá leikmönnum Derby í vítakeppninni sem þurfti að grípa til eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Þetta var í fjórða sinn sem Liverpool vinnur vítakeppni með Kelleher í markinu. Enginn markvörður í sögu félagsins hefur unnið fleiri vítakeppnir. Írinn hefur aðeins spilað átján leiki fyrir Liverpool og vinnur því vítakeppni nánast í fjórða hverjum leik. Tonight was Caoimhín Kelleher's fourth penalty shootout win That's more than any goalkeeper in our history pic.twitter.com/IkNte7fU9v— Liverpool FC (@LFC) November 9, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum sáttur með markvörðinn unga eftir leikinn í gær en var undrandi þegar honum var sagt frá tölfræði hans í vítakeppnum. „Í sögunni? Vá. Þetta voru virkilega góð víti. Þau voru öll á leiðinni í hornin. Hann er algjörlega stórkostlegur. Hann er nútíma markvörður. Yfirvegaður, getur spilað fótbolta og komið í veg fyrir að boltinn fari í netið,“ sagði Klopp. „Ég er í skýjunum með hann. Þegar hann brosir veistu hversu miklu máli þetta skiptir fyrir hann. Hann á nóg eftir.“ Kelleher varði frá Conor Hourihane, Craig Forsyth og Lewis Dobbin í vítakeppninni. Harvey Elliott tryggði Rauða hernum svo farseðilinn í 4. umferð með því að skora úr fimmtu og síðustu spyrnu liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira