Sumarljós og svo kemur nóttin keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 15:30 Aðstandendur kvimyndarinnar Sumarljós og svo kemur nóttin á frumsýningu hennar á RIFF. Rainy Siagian Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Hátíðin fer fram dagana 11. - 27. nóvember. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð í Norður-Evrópu. Sumarljós og svo kemur nóttin mun keppa í flokknum Best of Fest, þar sem hún keppir við verðlaunamyndir frá öllum heimshornum. „Við erum virkilega glöð og hlökkum til að hefja alþjóðlega vegferð Sumarljóss á jafn virtri kvikmyndahátíð og Tallinn Black Nights. Að vera í sérvöldum hópi alþjóðlegra kvikmynda í Best of fest flokknum er okkur einnig mikill heiður,“ segir Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar. Kvikmyndin verður sýnd á hátíðinni þann 13. nóvember og verður Elfar viðstaddur ásamt glæsilegum leikhópi myndarinnar. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Klippa: Sumarljós og svo kemur nóttin - sýnishorn Enn í sýningu Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd hér á landi þann 8. október síðastliðinn á RIFF kvikmyndahátíðinni og er enn í sýningu. Með stærstu hlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Heiða Reed, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Jóhann Sigurðarson, Atli Óskar Fjalarsson, Sigurður Ingvarsson, Kristbjörg Kjeld, Anna María Pitt, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Víkingur Kristjánsson og fleiri. „Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55,“ segir um söguþráð myndarinnar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Eistland Tengdar fréttir Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin Það var margt um manninn á lokahófi RIFF í Háskólabíói síðast liðið laugardagskvöld þar sem RIFF var haldin í nítjánda sinn. Aðsókn á myndir var með besta móti á hátíðinni. 13. október 2022 14:31 Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð í Norður-Evrópu. Sumarljós og svo kemur nóttin mun keppa í flokknum Best of Fest, þar sem hún keppir við verðlaunamyndir frá öllum heimshornum. „Við erum virkilega glöð og hlökkum til að hefja alþjóðlega vegferð Sumarljóss á jafn virtri kvikmyndahátíð og Tallinn Black Nights. Að vera í sérvöldum hópi alþjóðlegra kvikmynda í Best of fest flokknum er okkur einnig mikill heiður,“ segir Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar. Kvikmyndin verður sýnd á hátíðinni þann 13. nóvember og verður Elfar viðstaddur ásamt glæsilegum leikhópi myndarinnar. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Klippa: Sumarljós og svo kemur nóttin - sýnishorn Enn í sýningu Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd hér á landi þann 8. október síðastliðinn á RIFF kvikmyndahátíðinni og er enn í sýningu. Með stærstu hlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Heiða Reed, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Jóhann Sigurðarson, Atli Óskar Fjalarsson, Sigurður Ingvarsson, Kristbjörg Kjeld, Anna María Pitt, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Víkingur Kristjánsson og fleiri. „Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55,“ segir um söguþráð myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Eistland Tengdar fréttir Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin Það var margt um manninn á lokahófi RIFF í Háskólabíói síðast liðið laugardagskvöld þar sem RIFF var haldin í nítjánda sinn. Aðsókn á myndir var með besta móti á hátíðinni. 13. október 2022 14:31 Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin Það var margt um manninn á lokahófi RIFF í Háskólabíói síðast liðið laugardagskvöld þar sem RIFF var haldin í nítjánda sinn. Aðsókn á myndir var með besta móti á hátíðinni. 13. október 2022 14:31
Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49