„Verð alltaf aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 16:30 Söngkonan Margrét Rán var í góðum gír eftir að hún kom fram á Airwaves síðasta laugardag. Bryndís Hrönn kærasta hennar skemmti sér mjög vel. Dóra/Vísir Listasafn Reykjavíkur iðaði af lífi síðastliðið laugardagskvöld þar sem Iceland Airwaves hátíðin náði hápunkti sínum og þolinmóðir tónleikagestir biðu í langri röð sem einkenndist þó aðallega af gleði og fjöri. Þegar blaðamann bar að garði var hljómsveitin Vök að ljúka við tónleika en hann náði tali af Margréti Rán söngkonu sveitarinnar og kærustu hennar Bryndísi Hrönn. „Ég var einmitt að reyna að telja þetta áðan en ég hugsa að þetta sé í sjöunda eða áttunda skipti sem ég kem fram á Airwaves,“ segir Margrét Rán og bætir við að tilfinningin sé extra góð í ár. „Eftir Covid, maður er að finna eitthvað sem maður hefur ekki fundið í nokkur ár. Þessi Airwaves tilfinning, hún er svo ótrúlega góð.“ Rétt á eftir Vök steig tónlistarkonan Arlo Parks á svið en hún er í persónulegu uppáhaldi hjá Margréti. „Ég bað um að fá að spila á undan henni af því ég elska Arlo Parks og það er mitt uppáhalds atriði í ár.“ Aðspurð segir Margrét að tónleikarnir hjá Vök hafi gengið mjög vel: „Þetta var frábært og það var ótrúlega góð orka frá áhorfendum en ég var samt í smá tíma að koma mér í gang. Svo varð þetta bara geggjað.“ Stressið nær yfirleitt ekki að ná tökum á Margréti áður en hún stígur á svið. „Ég held að þú sért alltaf lúmskt stressaðri en ég,“ segir Margrét og horfir á kærustuna sína Bryndísi Hrönn. „Sko ég er alltaf stressuð í byrjun og ég get ekki talað við neinn. Ég þarf bara að horfa á Margréti og anda með henni. Annars er bara alltaf jafn gaman að sjá hana koma fram, ég verð alltaf svona aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði,“ segir Bryndís og brosir. Þær segjast hafa átt góða Airwaves helgi og náðu að fara á góð Airwaves deit fyrstu dagana. „Við elskuðum snny og Gugusar var náttúrulega frábær, hún er eitthvað annað nett. Ég er ótrúlega spennt að fylgjast með henni. Svo erum við búnar að hlusta á Arlo Parks lengi og GRÓA var ótrúlega töff,“ segja þær um atriðin sem standa upp úr. View this post on Instagram A post shared by Bryndis Hronn (@bibbah) Margrét segir að árin vinni vel með sér í tónlistinni. „Þú ert alltaf að læra meira og meira inn á þig. Það sem ég vil gera á gigg degi er að hafa allt mjög rólegt og smooth, ekkert stress. Ég vil bara geta átt rólegan morgun, drukkið kaffibollann minn, stundum gert einhverjar raddæfingar en aðallega að hafa bara rólegt.“ „Giggdagarnir eru hennar dagar, þá fylgi ég orkunni hennar,“ bætir Bryndís við að lokum. Airwaves Tónlist Tónleikar á Íslandi Samkvæmislífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Airwaves, glamúr og ný tónlist Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram um helgina og var uppselt á viðburðinn. Listamenn skemmtu gestum sem dönsuðu fram á rauða nótt. 7. nóvember 2022 11:31 Dagbók Bents: Reykjavík er partýborg hvort sem það er Airwaves eða ekki Þetta er fullkominn staður fyrir lítið hryðjuverk. Landsbankinn Austurstræti meikar miklu meira sens sem listarými en banki. 6. nóvember 2022 15:53 Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis. 5. nóvember 2022 13:31 Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00 Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þegar blaðamann bar að garði var hljómsveitin Vök að ljúka við tónleika en hann náði tali af Margréti Rán söngkonu sveitarinnar og kærustu hennar Bryndísi Hrönn. „Ég var einmitt að reyna að telja þetta áðan en ég hugsa að þetta sé í sjöunda eða áttunda skipti sem ég kem fram á Airwaves,“ segir Margrét Rán og bætir við að tilfinningin sé extra góð í ár. „Eftir Covid, maður er að finna eitthvað sem maður hefur ekki fundið í nokkur ár. Þessi Airwaves tilfinning, hún er svo ótrúlega góð.“ Rétt á eftir Vök steig tónlistarkonan Arlo Parks á svið en hún er í persónulegu uppáhaldi hjá Margréti. „Ég bað um að fá að spila á undan henni af því ég elska Arlo Parks og það er mitt uppáhalds atriði í ár.“ Aðspurð segir Margrét að tónleikarnir hjá Vök hafi gengið mjög vel: „Þetta var frábært og það var ótrúlega góð orka frá áhorfendum en ég var samt í smá tíma að koma mér í gang. Svo varð þetta bara geggjað.“ Stressið nær yfirleitt ekki að ná tökum á Margréti áður en hún stígur á svið. „Ég held að þú sért alltaf lúmskt stressaðri en ég,“ segir Margrét og horfir á kærustuna sína Bryndísi Hrönn. „Sko ég er alltaf stressuð í byrjun og ég get ekki talað við neinn. Ég þarf bara að horfa á Margréti og anda með henni. Annars er bara alltaf jafn gaman að sjá hana koma fram, ég verð alltaf svona aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði,“ segir Bryndís og brosir. Þær segjast hafa átt góða Airwaves helgi og náðu að fara á góð Airwaves deit fyrstu dagana. „Við elskuðum snny og Gugusar var náttúrulega frábær, hún er eitthvað annað nett. Ég er ótrúlega spennt að fylgjast með henni. Svo erum við búnar að hlusta á Arlo Parks lengi og GRÓA var ótrúlega töff,“ segja þær um atriðin sem standa upp úr. View this post on Instagram A post shared by Bryndis Hronn (@bibbah) Margrét segir að árin vinni vel með sér í tónlistinni. „Þú ert alltaf að læra meira og meira inn á þig. Það sem ég vil gera á gigg degi er að hafa allt mjög rólegt og smooth, ekkert stress. Ég vil bara geta átt rólegan morgun, drukkið kaffibollann minn, stundum gert einhverjar raddæfingar en aðallega að hafa bara rólegt.“ „Giggdagarnir eru hennar dagar, þá fylgi ég orkunni hennar,“ bætir Bryndís við að lokum.
Airwaves Tónlist Tónleikar á Íslandi Samkvæmislífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Airwaves, glamúr og ný tónlist Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram um helgina og var uppselt á viðburðinn. Listamenn skemmtu gestum sem dönsuðu fram á rauða nótt. 7. nóvember 2022 11:31 Dagbók Bents: Reykjavík er partýborg hvort sem það er Airwaves eða ekki Þetta er fullkominn staður fyrir lítið hryðjuverk. Landsbankinn Austurstræti meikar miklu meira sens sem listarými en banki. 6. nóvember 2022 15:53 Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis. 5. nóvember 2022 13:31 Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00 Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Stjörnulífið: Airwaves, glamúr og ný tónlist Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram um helgina og var uppselt á viðburðinn. Listamenn skemmtu gestum sem dönsuðu fram á rauða nótt. 7. nóvember 2022 11:31
Dagbók Bents: Reykjavík er partýborg hvort sem það er Airwaves eða ekki Þetta er fullkominn staður fyrir lítið hryðjuverk. Landsbankinn Austurstræti meikar miklu meira sens sem listarými en banki. 6. nóvember 2022 15:53
Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis. 5. nóvember 2022 13:31
Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00
Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01
Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31
Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31