Choupo-Moting hefur verið sjóðheitur eftir að hann kom inn í byrjunarlið Bayern. Í síðustu sex leikjum hefur hann skorað sjö mörk og lagt upp þrjú.
Samningur Kamerúnans við Bayern rennur út eftir tímabilið og hann gæti þá farið úr einu stórliði í annað því United hefur mikinn áhuga á honum.
Choupo-Moting gæti því fyllt skarð Ronaldos sem yfirgefur að öllum líkindum herbúðir United eftir tímabilið. Portúgalinn hefur ekki átt fast sæti í liði United í vetur og ku vera ósáttur með stöðu sína.
Choupo-Moting þekkir vel til á Englandi en hann lék með Stoke City tímabilið 2017-18. Hann náði litlum hæðum þar og Stoke féll niður í B-deildina.