Myndbönd: Gamlar Suzuki auglýsingar með Michael Jackson Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2022 07:00 Micheal Jackson í auglýsingu fyrir vespuna Suzuki Love. Blaðamanni er því miður ekki kunnugt um hver konan í auglýsingunni er. Í gegnum tíðina hafa japanskir bílaframleiðendur gjarnan notað amerískar stjörnur til að auglýsa vörur sínar. Yfirleitt eru stjörnurnar fengnar til að auglýsa bíla sem ekki koma á markað á Vesturlöndum. Dæmi um slíkar stjörnur eru Eddie Murphy, Bruce Willis, Leonardo DiCapro og Meg Ryan. Sennilega stærsta stjarnan var þó Michael Jackson sem auglýsti Suzuki vespuna Love. Á níunda áratugnum, þegar Jackson var á hátindi frægðarinnar var hann duglegur að nýta sér viðskiptatækifæri sem á borð hans komu. Pepsi, Sony og L.A. Gear voru öll í samstarfi við Jackson, auk auðvitað Suzuki, eðlilega. Michael Jackson Beach Scene Suzuki Commercial 1979 pic.twitter.com/Bl7f9qvbDH— 𝐉𝐢𝐡𝐲𝐞 | 𝐟𝐚𝐧 𝐚𝐜𝐜𝐨𝐮𝐧𝐭 (@jihye27751) October 22, 2022 Suzuki vildi með auglýsingunum ná fleiri konum í viðskipti með Love, lítilli, 50cc, fjórgengis vespu. Sambandið við Jackson náði hápunkti með auglýsingum bæði í sjónvarpi og á prenti. Þetta var ansi stórt fyrir Suzuki enda var Jackson afar vinsæll í Japan. Honum virðist hafa verið upplagt að reyna að heilla mögulega kvenkyns viðskiptavini Suzuki með því að blikka í auglýsingunum. Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Einu sinni var... Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Á níunda áratugnum, þegar Jackson var á hátindi frægðarinnar var hann duglegur að nýta sér viðskiptatækifæri sem á borð hans komu. Pepsi, Sony og L.A. Gear voru öll í samstarfi við Jackson, auk auðvitað Suzuki, eðlilega. Michael Jackson Beach Scene Suzuki Commercial 1979 pic.twitter.com/Bl7f9qvbDH— 𝐉𝐢𝐡𝐲𝐞 | 𝐟𝐚𝐧 𝐚𝐜𝐜𝐨𝐮𝐧𝐭 (@jihye27751) October 22, 2022 Suzuki vildi með auglýsingunum ná fleiri konum í viðskipti með Love, lítilli, 50cc, fjórgengis vespu. Sambandið við Jackson náði hápunkti með auglýsingum bæði í sjónvarpi og á prenti. Þetta var ansi stórt fyrir Suzuki enda var Jackson afar vinsæll í Japan. Honum virðist hafa verið upplagt að reyna að heilla mögulega kvenkyns viðskiptavini Suzuki með því að blikka í auglýsingunum.
Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Einu sinni var... Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent