Umfjöllun: Breiðablik 65-69 Fjölnir | Fjölnissigur í hnífjöfnum leik í Smáranum Siggeir F. Ævarsson skrifar 12. október 2022 20:00 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir gerðu samtals 19 stig gegn Breiðablik. Deildarmeistarar Fjölnis unnu fjögurra stiga sigur á Breiðablik í Kópavoginum í kvöld, 65-69. Bæði lið voru í leit að sínum öðrum sigri í deildinni. Staða liðanna jöfn í deildinni og það er erfitt að velja annað orð til að draga þennan leik saman en jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 13-14 gestunum í vil, síðan 30-29 í hálfleik, heimakonum í vil. Það dró sjaldan mikið í sundur með liðunum og leikurinn var í járnum allt til enda, en Fjölniskonur höfðu þetta í lokin, lokatölur 65-69. Bæði lið voru að hitta frekar illa framan af leik, skotnýtingin 26% hjá Breiðabliki og 33% hjá Fjölni. Sérstaka athygli blaðamanns vakti skotnýtning Sabrinu Haines, bandarísks leikmanns Blika, sem var lang stigahæst á vellinum í hálfleik með 15 stig en aðeins 4 af 14 í skotum. Hún var jafnframt sú eina á vellinum sem setti þrist í fyrri hálfleik, setti þrjá slíka í sex tilraunum, sem þykir vel ásættanleg nýting. Þristarnir fóru aðeins að detta hjá fleiri leikmönnum í seinni hálfleik en áfram var leikurinn jafn. Um leið og annað liðið gerði sig líklegt til að slíta sig frá kom hitt til baka, og svona gekk þetta allt til enda. Skotnýting Breiðabliks var döpur í kvöld og hafði Yngvi þjálfari þeirra orð á því eftir leik að hún hefði sennilega fellt þær að lokum. Varnarleikur Blika var nefnilega til fyrirmyndar í kvöld, en sóknin náði ekki að fylgja, eins og vill þó oft verða þegar vörnin er góð. Munaði þá kannski mestu að fáir leikmenn komust í góðan takt sóknarmegin hjá heimakonum, meðan að stigin dreifðust vel hjá gestunum. Undir lokin lentu Fjölniskonur í bullandi villuvandræðum, en þær Simone Still og Dagný Lísa spiluðu megnið af 4. leikhluta á fjórum villa. Blikum tókst ekki að færa sér það í nyt og virtust ragar við að klára kerfin og keyra á körfuna til að sækja villur. Dagný fór að vísu út af rétt undir lokin með 5 villur en það kom ekki að sök. Blikar fengu gullið tækifæri til að hrifsa til sín sigurinn þar sem Þórdís Jóna fékk galopið þriggja stiga skot en ofan í vildi boltinn ekki. Af hverju vann Fjölnir? Fjölniskonur fengu fjölbreyttara sóknarframlag frá sínum leikmönnum en Blikar í kvöld. Breiðabliki gekk sömuleiðis illa að nýta þau færi sem þær fengu til að ganga frá leiknum, eitthvað sem Yngvi mun væntanlega fara ítarlega yfir á næstu æfingu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika gekk ekki nógu vel í kvöld. Skotnýtingin var skelfileg og þær voru ekki að klára kerfin sem þær stilltu upp í. 31% nýting utan af velli er sennilega ekki að fara að duga fyrir mörgum sigrum í þessari deild. Hverjar stóðu upp úr? Sabrina Haines dró vagninn sóknarlega fyrir Blika, skoraði 27 stig en næsti leikmenn voru með 12 og 11 stig. Sabrina þurfti engu að síður að taka ansi mörg skot og gerði ekki mikið annað í kvöld en að skora, þessi 27 stig skiluðu aðeins 24 framlagspunktum. Isabella Ósk Sigurðardóttir skilaði ansi laglegri tölfræði í kvöld. Spilaði 40 mínútur, skoraði 11 stig, tók 17 fráköst, varði 4 skot og stal 4 boltum. Það skilaði 32 framlagspunktum. Ef Blikarnir geta fengið aðeins meira frá henni sóknarlega eru þær til alls líklegar. Hjá Fjölni er erfitt að velja einn leikmenn úr en Urté Slavickaite var þeirra jafnbesti leikmaður í kvöld. Skilaði hún 20 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. Simone Sill og Taylor Jones áttu einnig fínan leik sóknarlega, en þessi sigur skrifast klárlega á liðsheildina að þessu sinni. Hvað gerist næst? Fjölniskonur eru þá komnar með 2 sigra og færast nær því að slíta sig frá neðri hluta deildarinnar. Þær eiga leik næst heima gegn Haukum þann 19. Breiðablikskonur munu væntanlega eyða næstu dögum í að sleikja sárin en eiga svo Íslandsmeistarana í Njarðvík á útivelli sama kvöld. Subway-deild kvenna Breiðablik Fjölnir
Deildarmeistarar Fjölnis unnu fjögurra stiga sigur á Breiðablik í Kópavoginum í kvöld, 65-69. Bæði lið voru í leit að sínum öðrum sigri í deildinni. Staða liðanna jöfn í deildinni og það er erfitt að velja annað orð til að draga þennan leik saman en jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 13-14 gestunum í vil, síðan 30-29 í hálfleik, heimakonum í vil. Það dró sjaldan mikið í sundur með liðunum og leikurinn var í járnum allt til enda, en Fjölniskonur höfðu þetta í lokin, lokatölur 65-69. Bæði lið voru að hitta frekar illa framan af leik, skotnýtingin 26% hjá Breiðabliki og 33% hjá Fjölni. Sérstaka athygli blaðamanns vakti skotnýtning Sabrinu Haines, bandarísks leikmanns Blika, sem var lang stigahæst á vellinum í hálfleik með 15 stig en aðeins 4 af 14 í skotum. Hún var jafnframt sú eina á vellinum sem setti þrist í fyrri hálfleik, setti þrjá slíka í sex tilraunum, sem þykir vel ásættanleg nýting. Þristarnir fóru aðeins að detta hjá fleiri leikmönnum í seinni hálfleik en áfram var leikurinn jafn. Um leið og annað liðið gerði sig líklegt til að slíta sig frá kom hitt til baka, og svona gekk þetta allt til enda. Skotnýting Breiðabliks var döpur í kvöld og hafði Yngvi þjálfari þeirra orð á því eftir leik að hún hefði sennilega fellt þær að lokum. Varnarleikur Blika var nefnilega til fyrirmyndar í kvöld, en sóknin náði ekki að fylgja, eins og vill þó oft verða þegar vörnin er góð. Munaði þá kannski mestu að fáir leikmenn komust í góðan takt sóknarmegin hjá heimakonum, meðan að stigin dreifðust vel hjá gestunum. Undir lokin lentu Fjölniskonur í bullandi villuvandræðum, en þær Simone Still og Dagný Lísa spiluðu megnið af 4. leikhluta á fjórum villa. Blikum tókst ekki að færa sér það í nyt og virtust ragar við að klára kerfin og keyra á körfuna til að sækja villur. Dagný fór að vísu út af rétt undir lokin með 5 villur en það kom ekki að sök. Blikar fengu gullið tækifæri til að hrifsa til sín sigurinn þar sem Þórdís Jóna fékk galopið þriggja stiga skot en ofan í vildi boltinn ekki. Af hverju vann Fjölnir? Fjölniskonur fengu fjölbreyttara sóknarframlag frá sínum leikmönnum en Blikar í kvöld. Breiðabliki gekk sömuleiðis illa að nýta þau færi sem þær fengu til að ganga frá leiknum, eitthvað sem Yngvi mun væntanlega fara ítarlega yfir á næstu æfingu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika gekk ekki nógu vel í kvöld. Skotnýtingin var skelfileg og þær voru ekki að klára kerfin sem þær stilltu upp í. 31% nýting utan af velli er sennilega ekki að fara að duga fyrir mörgum sigrum í þessari deild. Hverjar stóðu upp úr? Sabrina Haines dró vagninn sóknarlega fyrir Blika, skoraði 27 stig en næsti leikmenn voru með 12 og 11 stig. Sabrina þurfti engu að síður að taka ansi mörg skot og gerði ekki mikið annað í kvöld en að skora, þessi 27 stig skiluðu aðeins 24 framlagspunktum. Isabella Ósk Sigurðardóttir skilaði ansi laglegri tölfræði í kvöld. Spilaði 40 mínútur, skoraði 11 stig, tók 17 fráköst, varði 4 skot og stal 4 boltum. Það skilaði 32 framlagspunktum. Ef Blikarnir geta fengið aðeins meira frá henni sóknarlega eru þær til alls líklegar. Hjá Fjölni er erfitt að velja einn leikmenn úr en Urté Slavickaite var þeirra jafnbesti leikmaður í kvöld. Skilaði hún 20 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. Simone Sill og Taylor Jones áttu einnig fínan leik sóknarlega, en þessi sigur skrifast klárlega á liðsheildina að þessu sinni. Hvað gerist næst? Fjölniskonur eru þá komnar með 2 sigra og færast nær því að slíta sig frá neðri hluta deildarinnar. Þær eiga leik næst heima gegn Haukum þann 19. Breiðablikskonur munu væntanlega eyða næstu dögum í að sleikja sárin en eiga svo Íslandsmeistarana í Njarðvík á útivelli sama kvöld.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum