Netflix leitar í kvikmyndahúsin Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2022 15:03 Netflix hefur hingað til forðast það að frumsýna kvikmyndir í kvikmyndahúsum, löngu á undan frumsýningu á streymisveitunni. Getty/Jakub Porzycki Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out. Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira