Ræddu um að breyta textanum og byrja að syngja um sveppi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2022 09:00 Helgi Björns á æfingu SSSÓL. Mummi Lú Hljómsveitin SSSÓL hitar nú upp fyrir væntanlega 35 ára afmælistónleika sem fara fram í Háskólabíó 15.október 2022. Þeir Ingólfur Sigurðsson, Jakob Smári Magnússon, Eyjólfur Jóhannsson, Hrafn Thoroddsen, Stefán Már Magnússon og Helgi Björnsson tóku nokkur vel valin lög á æfingu sem fór fram í beinni útsendingu hér á Vísi í vikunni. Þeir byrjuðu á að blása á afmælisköku saman áður en þeir byrjuðu að spila. Þeir hófu æfinguna á laginu Ef ég væri guð. Eitt af því sem þeir ákváðu að æfa var hoppið sitt fræga. Hljómsveitin SSSÓL fagnar nú 35 ára afmæli.Mummi Lú Helgi Björns ræddi það á æfingunni að breyta textanum í laginu Ég sé epli. Lagið var samið fyrir kvikmyndina Veggfóður sem kom út árið 1992. „Myndin fjallaði náttúrulega mikið um einhverja sveppi,“ útskýrði Helgi fyrir áhorfendum. „Leikstjórinn kom til mín og bað mig að semja lag, sem væri Ég sé sveppi.“ Hljómsveitin blæs á kökuna sína.Mummi Lú Helgi gerði það ekki og söng þess í stað Ég sé epli. Hann velti því fyrir sér á æfingunni að breyta þessu núna og syngja frekar um sveppi eins og upprunalega hugmyndin var. „Af því að núna er þetta allt í lagi,“ sagði Helgi og vísaði þar í að í dag tekur fólk sveppi í lækningarskyni. Opnu æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þeir Ingólfur Sigurðsson, Jakob Smári Magnússon, Eyjólfur Jóhannsson, Hrafn Thoroddsen, Stefán Már Magnússon og Helgi Björnsson tóku nokkur vel valin lög á æfingu sem fór fram í beinni útsendingu hér á Vísi í vikunni. Þeir byrjuðu á að blása á afmælisköku saman áður en þeir byrjuðu að spila. Þeir hófu æfinguna á laginu Ef ég væri guð. Eitt af því sem þeir ákváðu að æfa var hoppið sitt fræga. Hljómsveitin SSSÓL fagnar nú 35 ára afmæli.Mummi Lú Helgi Björns ræddi það á æfingunni að breyta textanum í laginu Ég sé epli. Lagið var samið fyrir kvikmyndina Veggfóður sem kom út árið 1992. „Myndin fjallaði náttúrulega mikið um einhverja sveppi,“ útskýrði Helgi fyrir áhorfendum. „Leikstjórinn kom til mín og bað mig að semja lag, sem væri Ég sé sveppi.“ Hljómsveitin blæs á kökuna sína.Mummi Lú Helgi gerði það ekki og söng þess í stað Ég sé epli. Hann velti því fyrir sér á æfingunni að breyta þessu núna og syngja frekar um sveppi eins og upprunalega hugmyndin var. „Af því að núna er þetta allt í lagi,“ sagði Helgi og vísaði þar í að í dag tekur fólk sveppi í lækningarskyni. Opnu æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira