Egill leikur Kristófer
Egill mun fara með hlutverk Kristófers sem leggur á seinni hluta ævi sinnar upp í ferðalag til Japans í leit að ástinni sinni, japanskri stúlku, sem rann honum úr greipum á skólaárum hans í London. Í myndinni er farið með honum á vit minninganna og í leit að svörum.
Egill Ólafsson birtist síðast á hvíta tjaldinu í þriðju seríu af Ófærð. Hann er margreyndur leikari og mætti lengi telja upp verk hans í bíó og sjónvarpi. Má nefna Agnesi, Engla alheimsins, Börn náttúrunnar, Magnús, Hvíta máva og Með allt á hreinu sem dæmi.

Tökur hefjast á sunnudaginn
Sagan Snerting gerist á Íslandi, Englandi og í Japan yfir mismunandi tímaskeið. Hér er því á ferðinni ein umfangsmesta ísleska kvikmyndaframleiðsla sem sést hefur. Tökur á kvikmyndinni hefjast á sunnudaginn í London. Stefnt er að frumsýningu seint á árinu 2023.