Þeir Helgi, Jakob, Eyjó, Hrafn, Ingó og Stebbi ætla að taka nokkur vel valin lög í útsendingunni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Þegar Vísir heyrði í Helga Björns um afmælistónleikana og útsendinguna í dag fór ekki milli mála að þeir félagar ætla að keyra allt í gang.
„Þegar SSSól mætti á böll, eða hvert sem er, þá gerðum við allt vitlaust og við ætlum að sjá hvort það sé ekki hægt að gera það enn þá,“ segir Helgi.
Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með hljómsveitinni fara alla leið klukkan 14 í dag:
Tónleikarnir sjálfir fara fram í Háskólabíó á laugardaginn 15.október. Þar munu góðir gestir kíkja við. Það er uppselt á seinni tónleikana og miðasala í fullum gangi fyrir fyrri tónleika kvöldsins.
