Embla Steindórsdóttir gerði fyrsta mark leiksins fyrir HK en eftir það tók Fram öll völd á leiknum, náði forskotinu og leiddi leikinn alla leið til enda.
Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Fram, var lang markahæst í leiknum með 12 mörk úr 13 skotum. Embla Steindórs og Berglind Þorsteinsdóttir voru markahæstar í liði HK með fjögur mörk hvor.
Er þetta fyrsti sigur Íslandsmeistaranna eftir tap gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. Fram er nú með tvö stig í efsta sæti deildarinnar þegar flest lið í kringum þær eiga einn leik til góða. HK er á sama tíma á botni deildarinnar án stiga eftir tvo leiki.