Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. september 2022 10:00 Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, elskar útivist og er meðal annars leiðsögumaður fyrir FÍ í útivistarverkefni sem heitir Kvennakraftur sem er fyrir konur sem eru byrjendur í fjallgöngum eða lengra komnar og vilja stunda útvist í félagsskap annarra kvenna. Aðsend Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt i kringum sjö en leyfi mér einstaka sinnum að sofa aðeins lengur ef ég hef farið seint að sofa.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Þegar ég vakna finnst mér frábært að ná smá tíma í núvitund og stuttri hugleiðslu hvort sem það er í rúminu eða í baði. Það er svo gott að byrja daginn þakklát fyrir fólkið mitt, heilsuna og alla litlu hlutina sem gefa lífinu gildi. Ég er mikil baðmanneskja og er nokkuð ánægð með að hafa komið þeirri rútínu inn á morgnana, það er alveg magnað hvað það er gott að byrja daginn á góðri slökun. Þar sem ég er frekar léleg vatnsdrykkjumanneskja reyni ég að hafa það fyrir venju að drekka alltaf vatnsglas þegar ég vakna, áður en ég fæ mér morgunbollann en fyrir mér byrjar dagurinn ekki fyrr en ég er búin að fá góðan kaffibolla. Börnin mín eru orðin svo stór, en það er mismunandi hvenær þau eru að vakna eftir dögum og því eru morgnarnir mismunandi hjá okkur. Við sem erum vöknuð náum þó alltaf góðri stund saman í eldhúsinu áður en við höldum út í daginn.“ Á skalanum 1-10 – þar sem einn er lægsta einkunn en tíu er sú hæsta – hversu góð ertu að muna brandara eða endursegja þá? „Við skulum segja að ég búi yfir mörgum góðum kostum en að endursegja brandara er líklega ekki einn af þeim. Þannig segjum svona 5, eða hvorki/né. Ég kann samt mjög vel að meta góða brandara og finnst fátt betra en að hlægja. Hlátur hefur jákvæð áhrif á líf okkar og eykur vellíðan svo ég vona að fólk verði duglegt að segja mér alls konar brandara. Hver veit nema ég fari að leggja mig fram við að læra alls konar brandara til að skemmta fólki í tíma og ótíma.“ Í vinnunni starfar Bára mikið með fyrirtækjum sem eru að vinna í sjálfbærnimálum. Bára reynir að skipuleggja dagana sína vel, mætir snemma og leggur áherslu á góða yfirsýn verkefna. Bára segist líka mikil fjölskyldukona og forfallin útivistarunnandi þannig að gott skipulag skiptir máli. Aðsend Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru fjölmörg verkefni í gangi hjá mér þessa dagana. Ég gekk nýlega til liðs við ráðgjafafyrirtækið Langbrók þar sem við Soffía meðeigandi minn erum að vinna að spennandi ráðgjafaverkefnum. Það er mikil vakning meðal stjórnenda í atvinnulífinu varðandi samfélagsábyrgð og sjálfbærnimál. Við vinnum með stjórnendum í að kortleggja tækifæri á þessu sviði og innleiða breytingar sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og innan fyrirtækjanna sjálfra sem og að greina hvaða þættir í starfseminni hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Þessi vinna er hugsuð til lengri tíma enda er alltaf pláss til að bæta sig í þessum efnum, stefnumörkunin skiptir því gríðarlega miklu máli. Við fylgjum eftir alþjóðastöðlum í innleiðingu skýrslugerðar sem byggir á skotheldri aðferðafræði. Það skemmtilega er síðan að aðstoða stjórnendur við að koma þessu á framfæri til hagaðila með almannatengslum og markaðsráðgjöf þannig að dagarnir eru ansi fjölbreyttir. Mér finnst ég einstaklega heppin að fá að vinna með flottum fyrirtækjum að málefnum sem skipta mig máli og fá að byggja upp fjölbreytt og ábyrg vörumerki. Ég var líka að hefja diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og finn strax að það er ein allra besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þessi hugmyndafræði er svo áhugaverð og ég er viss um að hún mun hafa mikil áhrif á það hvernig við munum nálgast ákveðna þætti varðandi heilsufar, áföll, breytingastjórnun, fyrirtækjamenningu og ýmislegt fleira í framtíðinni. Ég fæ mikla orku úr útivist og hreyfingu og elska að vera uppi á fjöllum og úti í náttúrunni. Ég á mikið af góðum vinkonum sem stunda útivist og hreyfingu og við erum alltaf að takast á við einhver skemmtileg verkefni þar sem mottóið er fyrst og fremst gaman saman. Ég er líka að gæda fyrir FÍ í frábæru útivistarverkefni sem heitir Kvennakraftur en verkefnið er bæði hugsað fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallgöngum og þær sem eru komnar lengra, og vilja stunda útivist og hreyfingu í skemmtilegum félagsskap annarra kvenna.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er yfirleitt komin á skrifstofuna snemma á morgnana. Við leggjum mikið upp úr því að vera með góða yfirsýn yfir skipulag vikunnar og þau verkefni sem liggja fyrir þannig það er alltaf skýrt hvað liggur fyrir hverju sinni og því auðveldara að bregðast við verkefnum sem koma inn á borð og þarf að leysa með hraði. Ég er mikil fjölskyldukona og forfallin útivistarunnandi svo yfirleitt reyni ég að skipuleggja dagana mína þannig að ég nái að sinna vinnunni vel en einnig rækta sjálfa mig, heilsuna og þann tíma sem ég fæ með börnunum mínum og öllu góða fólkinu í kringum mig. Það er líka frábært að hafa þann sveigjanleika að geta sniðið sig í kringum verkefnin sín og það sem er í gangi hverju sinni en sum verkefni er hægt að vinna eftir hefðbundinn vinnutíma meðan önnur krefjast þess að þau séu kláruð áður en haldið er heim þann daginn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Ég hef markvisst verið að vinna í því að fara fyrr að sofa en ég er algjör nátthrafn og á mjög auðvelt með að vaka frameftir öllu. Þessa dagana er ég yfirleitt komin upp í rúm fyrir miðnætti en markmiðið er að ná átta tíma hvíld yfir nóttina, þó svo að það takist ekki alltaf. Ég finn mjög vel hvað góður nætursvefn gerir fyrir mig og gef minni afslátt af svefni en ég gerði áður. Ég fer mikið út að ganga og í sund eða bað á kvöldin sem skilar sér yfirleitt í betri svefni en mér finnst líka frábært að grípa í góða bók fyrir svefninn. Untamed eftir Glennon Doyle er á náttborðinu núna og lofar góðu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00 „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt i kringum sjö en leyfi mér einstaka sinnum að sofa aðeins lengur ef ég hef farið seint að sofa.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Þegar ég vakna finnst mér frábært að ná smá tíma í núvitund og stuttri hugleiðslu hvort sem það er í rúminu eða í baði. Það er svo gott að byrja daginn þakklát fyrir fólkið mitt, heilsuna og alla litlu hlutina sem gefa lífinu gildi. Ég er mikil baðmanneskja og er nokkuð ánægð með að hafa komið þeirri rútínu inn á morgnana, það er alveg magnað hvað það er gott að byrja daginn á góðri slökun. Þar sem ég er frekar léleg vatnsdrykkjumanneskja reyni ég að hafa það fyrir venju að drekka alltaf vatnsglas þegar ég vakna, áður en ég fæ mér morgunbollann en fyrir mér byrjar dagurinn ekki fyrr en ég er búin að fá góðan kaffibolla. Börnin mín eru orðin svo stór, en það er mismunandi hvenær þau eru að vakna eftir dögum og því eru morgnarnir mismunandi hjá okkur. Við sem erum vöknuð náum þó alltaf góðri stund saman í eldhúsinu áður en við höldum út í daginn.“ Á skalanum 1-10 – þar sem einn er lægsta einkunn en tíu er sú hæsta – hversu góð ertu að muna brandara eða endursegja þá? „Við skulum segja að ég búi yfir mörgum góðum kostum en að endursegja brandara er líklega ekki einn af þeim. Þannig segjum svona 5, eða hvorki/né. Ég kann samt mjög vel að meta góða brandara og finnst fátt betra en að hlægja. Hlátur hefur jákvæð áhrif á líf okkar og eykur vellíðan svo ég vona að fólk verði duglegt að segja mér alls konar brandara. Hver veit nema ég fari að leggja mig fram við að læra alls konar brandara til að skemmta fólki í tíma og ótíma.“ Í vinnunni starfar Bára mikið með fyrirtækjum sem eru að vinna í sjálfbærnimálum. Bára reynir að skipuleggja dagana sína vel, mætir snemma og leggur áherslu á góða yfirsýn verkefna. Bára segist líka mikil fjölskyldukona og forfallin útivistarunnandi þannig að gott skipulag skiptir máli. Aðsend Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru fjölmörg verkefni í gangi hjá mér þessa dagana. Ég gekk nýlega til liðs við ráðgjafafyrirtækið Langbrók þar sem við Soffía meðeigandi minn erum að vinna að spennandi ráðgjafaverkefnum. Það er mikil vakning meðal stjórnenda í atvinnulífinu varðandi samfélagsábyrgð og sjálfbærnimál. Við vinnum með stjórnendum í að kortleggja tækifæri á þessu sviði og innleiða breytingar sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og innan fyrirtækjanna sjálfra sem og að greina hvaða þættir í starfseminni hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Þessi vinna er hugsuð til lengri tíma enda er alltaf pláss til að bæta sig í þessum efnum, stefnumörkunin skiptir því gríðarlega miklu máli. Við fylgjum eftir alþjóðastöðlum í innleiðingu skýrslugerðar sem byggir á skotheldri aðferðafræði. Það skemmtilega er síðan að aðstoða stjórnendur við að koma þessu á framfæri til hagaðila með almannatengslum og markaðsráðgjöf þannig að dagarnir eru ansi fjölbreyttir. Mér finnst ég einstaklega heppin að fá að vinna með flottum fyrirtækjum að málefnum sem skipta mig máli og fá að byggja upp fjölbreytt og ábyrg vörumerki. Ég var líka að hefja diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og finn strax að það er ein allra besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þessi hugmyndafræði er svo áhugaverð og ég er viss um að hún mun hafa mikil áhrif á það hvernig við munum nálgast ákveðna þætti varðandi heilsufar, áföll, breytingastjórnun, fyrirtækjamenningu og ýmislegt fleira í framtíðinni. Ég fæ mikla orku úr útivist og hreyfingu og elska að vera uppi á fjöllum og úti í náttúrunni. Ég á mikið af góðum vinkonum sem stunda útivist og hreyfingu og við erum alltaf að takast á við einhver skemmtileg verkefni þar sem mottóið er fyrst og fremst gaman saman. Ég er líka að gæda fyrir FÍ í frábæru útivistarverkefni sem heitir Kvennakraftur en verkefnið er bæði hugsað fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallgöngum og þær sem eru komnar lengra, og vilja stunda útivist og hreyfingu í skemmtilegum félagsskap annarra kvenna.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er yfirleitt komin á skrifstofuna snemma á morgnana. Við leggjum mikið upp úr því að vera með góða yfirsýn yfir skipulag vikunnar og þau verkefni sem liggja fyrir þannig það er alltaf skýrt hvað liggur fyrir hverju sinni og því auðveldara að bregðast við verkefnum sem koma inn á borð og þarf að leysa með hraði. Ég er mikil fjölskyldukona og forfallin útivistarunnandi svo yfirleitt reyni ég að skipuleggja dagana mína þannig að ég nái að sinna vinnunni vel en einnig rækta sjálfa mig, heilsuna og þann tíma sem ég fæ með börnunum mínum og öllu góða fólkinu í kringum mig. Það er líka frábært að hafa þann sveigjanleika að geta sniðið sig í kringum verkefnin sín og það sem er í gangi hverju sinni en sum verkefni er hægt að vinna eftir hefðbundinn vinnutíma meðan önnur krefjast þess að þau séu kláruð áður en haldið er heim þann daginn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Ég hef markvisst verið að vinna í því að fara fyrr að sofa en ég er algjör nátthrafn og á mjög auðvelt með að vaka frameftir öllu. Þessa dagana er ég yfirleitt komin upp í rúm fyrir miðnætti en markmiðið er að ná átta tíma hvíld yfir nóttina, þó svo að það takist ekki alltaf. Ég finn mjög vel hvað góður nætursvefn gerir fyrir mig og gef minni afslátt af svefni en ég gerði áður. Ég fer mikið út að ganga og í sund eða bað á kvöldin sem skilar sér yfirleitt í betri svefni en mér finnst líka frábært að grípa í góða bók fyrir svefninn. Untamed eftir Glennon Doyle er á náttborðinu núna og lofar góðu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00 „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01
Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00
Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30
Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00
„Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00