Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 87-75 | Grindavík meinar viðskipti Andri Már Eggertsson skrifar 21. september 2022 21:45 Hekla Eik Nökkvadóttir átti frábæran leik í liði Grindavíkur. Vísir/Jónína Grindavík setti tóninn fyrir tímabilið með því að valta yfir Fjölni í 1. umferð Subway-deildar kvenna. Danielle Rodriguez snéri aftur á parketið og fór á kostum. Grindavík vann tólf stiga sigur, 87-75. Það voru heimakonur í Grindavík sem byrjuðu leikinn betur. Grindavík gerði fyrstu þrjár körfurnar í leiknum og settu tóninn. Fjölnir minnkaði forskot Grindavíkur niður í tvö stig um miðjan fyrsta leikhluta en þá átti Grindavík aðra betri rispu. Grindavík gerði fjórtán stig á meðan Fjölnir gerði aðeins eitt stig á tæplega fjórum mínútum. Staðan var því orðin 24-9 en spilamennska Fjölnis batnaði síðan það sem eftir var fyrsta leikhluta. Fjölnir fór mikið á vítalínuna í fyrsta leikhluta en nýttu það ekki vel. Fjölnir tók ellefu víti en hitti aðeins úr sex. Grindavík hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta og gaf ekkert eftir. Danielle Victoria Rodriguez kom til Grindavíkur fyrir tímabilið eftir pásu frá boltanum og minnti heldur betur á sig. Danielle gerði 28 af 59 stigum Grindavíkur í fyrri hálfleik. Grindavík var tuttugu og einu stigi yfir í hálfleik 59-38. Fjölnir spilaði töluvert betri varnarleik í þriðja leikhluta heldur en í fyrri hálfleik og gestunum tókst að halda sóknarleik Grindavíkur að mörgu leyti niðri. Sóknarleikur Fjölnis í raun versnaði frá því í fyrri hálfleik og voru Fjölniskonur oft á tíðum sjálfum sér verstar. Fjölnir vann þriðja leikhluta með einu stigi og Grindavík fór því með tuttugu stiga forskot inn í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta sýndu gestirnir betri hliðar og gerðu tólf stig í röð sem minnkaði forskot Grindavíkur niður í tólf stig. Nær komst Fjölnir ekki og leikurinn endaði með tólf stiga sigri Grindavíkur 87-75. Af hverju vann Grindavík? Fyrri hálfleikur Grindavíkur var stórkostlegur og gekk frá leiknum. Danielle Rodriguez fór fyrir frábærum sóknarleik Grindavíkur í fyrri hálfleik þar sem allt gekk upp. Grindavík gerði 59 stig í fyrri hálfleik sem var aðeins sextán stigum minna en Fjölnir gerði allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez skrifaði undir hjá Grindavík fyrir tímabilið og minnti heldur betur á sig. Danielle gerði 28 stig í fyrri hálfleik. Danielle endaði með 36 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Danielle var einnig með 44 framlagspunkta. Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha var nálægt tvöfaldri tvennu en hún gerði 9 stig og tók 15 fráköst. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnis var lélegur í fyrri hálfleik. Fjölniskonur áttu í miklum vandræðum með að dekka Danielle en náðu að spila betri vörn á hana í seinni hálfleik. Þetta var svolítið annað hvort eða hjá Fjölni í kvöld. Þegar varnarleikurinn var góður þá var sóknarleikurinn lélegur og öfugt. Vítanýting Fjölnis var léleg sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir tók 28 víti og hitti úr 17 sem er 60 prósent nýting. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætir Grindavík Njarðvík í Ljónagryfjunni klukkan 18:15. Fjölnir fer í Breiðholtið og mætir ÍR klukkan 19:15 næsta miðvikudag. Kristjana: Ætlum ekki að vera bestar í september Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari ÍR, var svekkt með úrslitinvísir/s2s Kristjana Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með úrslit kvöldsins. „Ég var ekki ánægð með varnarleikinn þar sem við fengum á okkur allt of mörg stig. Undir venjulegum kringumstæðum duga 75 stig til að vinna leiki,“ sagði Kristjana og hélt áfram. „Grindavík er með frábæran leikstjórnanda sem er líka frábær leiðtogi og hún var að gera allt. Ofan á það hittu allar mjög vel.“ Umræddur leikstjórnandi Danielle Rodriguez fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 28 stig en Kristjana var ánægð með þróunina í síðari hálfleik. „Við breyttum varnarleiknum á hana í síðari hálfleik sem virtist virka þar sem hún gerði aðeins átta stig.“ Kristjana var ánægð með fjórða leikhluta sem kom Fjölni aftur inn í leikinn en Grindavík fagnaði sigri þar sem áhlaup Fjölnis kom of seint. „Við fengum flæði á boltann í síðasta leikhlutanum sem kom okkur inn í leikinn. Það er erfitt að saxa niður tuttugu stig það segir sig sjálft.“ „Ég átti von á að við myndum berjast betur en það kom í síðari hálfleik. Þetta var týpískur leikur í september og við viljum vera bestar í apríl eða maí ekki september,“ sagði Kristjana að lokum. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Fjölnir
Grindavík setti tóninn fyrir tímabilið með því að valta yfir Fjölni í 1. umferð Subway-deildar kvenna. Danielle Rodriguez snéri aftur á parketið og fór á kostum. Grindavík vann tólf stiga sigur, 87-75. Það voru heimakonur í Grindavík sem byrjuðu leikinn betur. Grindavík gerði fyrstu þrjár körfurnar í leiknum og settu tóninn. Fjölnir minnkaði forskot Grindavíkur niður í tvö stig um miðjan fyrsta leikhluta en þá átti Grindavík aðra betri rispu. Grindavík gerði fjórtán stig á meðan Fjölnir gerði aðeins eitt stig á tæplega fjórum mínútum. Staðan var því orðin 24-9 en spilamennska Fjölnis batnaði síðan það sem eftir var fyrsta leikhluta. Fjölnir fór mikið á vítalínuna í fyrsta leikhluta en nýttu það ekki vel. Fjölnir tók ellefu víti en hitti aðeins úr sex. Grindavík hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta og gaf ekkert eftir. Danielle Victoria Rodriguez kom til Grindavíkur fyrir tímabilið eftir pásu frá boltanum og minnti heldur betur á sig. Danielle gerði 28 af 59 stigum Grindavíkur í fyrri hálfleik. Grindavík var tuttugu og einu stigi yfir í hálfleik 59-38. Fjölnir spilaði töluvert betri varnarleik í þriðja leikhluta heldur en í fyrri hálfleik og gestunum tókst að halda sóknarleik Grindavíkur að mörgu leyti niðri. Sóknarleikur Fjölnis í raun versnaði frá því í fyrri hálfleik og voru Fjölniskonur oft á tíðum sjálfum sér verstar. Fjölnir vann þriðja leikhluta með einu stigi og Grindavík fór því með tuttugu stiga forskot inn í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta sýndu gestirnir betri hliðar og gerðu tólf stig í röð sem minnkaði forskot Grindavíkur niður í tólf stig. Nær komst Fjölnir ekki og leikurinn endaði með tólf stiga sigri Grindavíkur 87-75. Af hverju vann Grindavík? Fyrri hálfleikur Grindavíkur var stórkostlegur og gekk frá leiknum. Danielle Rodriguez fór fyrir frábærum sóknarleik Grindavíkur í fyrri hálfleik þar sem allt gekk upp. Grindavík gerði 59 stig í fyrri hálfleik sem var aðeins sextán stigum minna en Fjölnir gerði allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez skrifaði undir hjá Grindavík fyrir tímabilið og minnti heldur betur á sig. Danielle gerði 28 stig í fyrri hálfleik. Danielle endaði með 36 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Danielle var einnig með 44 framlagspunkta. Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha var nálægt tvöfaldri tvennu en hún gerði 9 stig og tók 15 fráköst. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnis var lélegur í fyrri hálfleik. Fjölniskonur áttu í miklum vandræðum með að dekka Danielle en náðu að spila betri vörn á hana í seinni hálfleik. Þetta var svolítið annað hvort eða hjá Fjölni í kvöld. Þegar varnarleikurinn var góður þá var sóknarleikurinn lélegur og öfugt. Vítanýting Fjölnis var léleg sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir tók 28 víti og hitti úr 17 sem er 60 prósent nýting. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætir Grindavík Njarðvík í Ljónagryfjunni klukkan 18:15. Fjölnir fer í Breiðholtið og mætir ÍR klukkan 19:15 næsta miðvikudag. Kristjana: Ætlum ekki að vera bestar í september Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari ÍR, var svekkt með úrslitinvísir/s2s Kristjana Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með úrslit kvöldsins. „Ég var ekki ánægð með varnarleikinn þar sem við fengum á okkur allt of mörg stig. Undir venjulegum kringumstæðum duga 75 stig til að vinna leiki,“ sagði Kristjana og hélt áfram. „Grindavík er með frábæran leikstjórnanda sem er líka frábær leiðtogi og hún var að gera allt. Ofan á það hittu allar mjög vel.“ Umræddur leikstjórnandi Danielle Rodriguez fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 28 stig en Kristjana var ánægð með þróunina í síðari hálfleik. „Við breyttum varnarleiknum á hana í síðari hálfleik sem virtist virka þar sem hún gerði aðeins átta stig.“ Kristjana var ánægð með fjórða leikhluta sem kom Fjölni aftur inn í leikinn en Grindavík fagnaði sigri þar sem áhlaup Fjölnis kom of seint. „Við fengum flæði á boltann í síðasta leikhlutanum sem kom okkur inn í leikinn. Það er erfitt að saxa niður tuttugu stig það segir sig sjálft.“ „Ég átti von á að við myndum berjast betur en það kom í síðari hálfleik. Þetta var týpískur leikur í september og við viljum vera bestar í apríl eða maí ekki september,“ sagði Kristjana að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum