Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2022 11:35 Flottur maríulax úr Stekkjarnefi í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er búin að vera góð í sumar en besti tíminn í ánni er framundan en það er vel þekkt að september getur verið stór mánuður í ánni. Það hefur oft komið fyrir að septemberhollin geri feyknaveiði og þá sérstaklega þegar það kemur hressileg rigning sem hækkar vatnið í ánni nokkuð hressilega. Þá fer laxinn vel af stað og takan verður oft alveg ótrúleg. Þær eru ekki margar árnar sem geta státað af því að fá 50-100 laxa holl á þessum árstíma þar sem stórlaxahlutfallið er jafn gott en aðeins er veitt á sex stangir á neðra svæðinu sem er yfirleitt gjöfulast við þessar aðstæður. Tekist á við Lax í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er komin yfir 700 laxa sem er um 150 löxum meira en allt tímabilið í fyrra og næstu tvær vikur gætu vel skilað 100-150 löxum ef maður reynir að gæta hófs í ágiskun á veiðitölum en af fenginni reynslu þá er það bara alls ekkert ólíklegt að hún gæti endað í tölu yfir 800 löxum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og þá sérstaklega þegar það fer að rigna á svæðinu. Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Það hefur oft komið fyrir að septemberhollin geri feyknaveiði og þá sérstaklega þegar það kemur hressileg rigning sem hækkar vatnið í ánni nokkuð hressilega. Þá fer laxinn vel af stað og takan verður oft alveg ótrúleg. Þær eru ekki margar árnar sem geta státað af því að fá 50-100 laxa holl á þessum árstíma þar sem stórlaxahlutfallið er jafn gott en aðeins er veitt á sex stangir á neðra svæðinu sem er yfirleitt gjöfulast við þessar aðstæður. Tekist á við Lax í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er komin yfir 700 laxa sem er um 150 löxum meira en allt tímabilið í fyrra og næstu tvær vikur gætu vel skilað 100-150 löxum ef maður reynir að gæta hófs í ágiskun á veiðitölum en af fenginni reynslu þá er það bara alls ekkert ólíklegt að hún gæti endað í tölu yfir 800 löxum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og þá sérstaklega þegar það fer að rigna á svæðinu.
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði