Ungir menn þurfa að aðlagast nýjum veruleika í Kaplakrika Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:30 FH-ingar hefja leik í kvöld. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla í handbolta fer af stað í kvöld og stórleikur er á dagskrá er Stjarnan heimsækir FH í Kaplakrika. FH var til umræðu er Seinni bylgjan hitaði upp fyrir komandi Íslandsmót. Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport) Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira