Ungir menn þurfa að aðlagast nýjum veruleika í Kaplakrika Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:30 FH-ingar hefja leik í kvöld. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla í handbolta fer af stað í kvöld og stórleikur er á dagskrá er Stjarnan heimsækir FH í Kaplakrika. FH var til umræðu er Seinni bylgjan hitaði upp fyrir komandi Íslandsmót. Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport) Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira