United kynnir Antony til leiks Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 09:31 Antony er orðinn leikmaður Manchester United. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð. Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City. Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City.
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira