United kynnir Antony til leiks Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 09:31 Antony er orðinn leikmaður Manchester United. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð. Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City. Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City.
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira