Nope: Allt í lagi, ekkert spes Heiðar Sumarliðason skrifar 15. ágúst 2022 09:39 Nei, takk. Eftir að hafa slegið í gegn með sínum fyrstu kvikmyndum Get Out og Us er meiri pressa á hrollvekjuleikstjóranum Jordan Peele og væntingarnar miklar. Þriðja kvikmynd hans, Nope, er nú komin í kvikmyndahús. Því er eðlilegast að fyrsta spurningin sé hvort Nope standist þær væntingar sem nú eru gerðar til kvikmynda Peeles? Stutta svarið er nóbb. Þetta er sísta myndin hans hingað til. Því miður. Það er ekki þar með sagt að Nope sé slæm kvikmynd og ef nota ætti hversdagslegt tungutak þá myndi ég segja: „Hún er allt í lagi, ekkert spes.“ Pabbi fær pening í hausinn Nope fjallar um systkinin OJ og Emerald sem missa föður sinn þegar ýmsir smálegir hlutir, sem virðast hafa fallið úr flugvél, hrynja úr loftinu og hann fær einn þeirra í höfuðið. Feðgarnir höfðu fram að því rekið hrossabú þar sem þeir tömdu og þjálfuðu hesta fyrir kvikmyndaiðnaðinn, á meðan systirin var uppi um alla veggi að reyna að koma sér á framfæri í kvikmyndabransanum. Systkinin í hnotskurn. Til að byrja með hverfist sagan um, að því virðist, einhverjar tilraunir til að bjarga búgarðinum. OJ hefur neyðst til að selja nágranna þeirra, sem rekur skemmtigarð í nágrenninu, hross. Nágranninn, sem er fyrrum barnastjarna, býðst svo til að kaupa búgarðinn, eitthvað sem OJ vill ekki ganga að. Eins og áður sagði, þótti mér Nope ekki komast ofar en í „allt í lagi“ flokkinn. Hún sat ekki í mér líkt og fyrri myndir Peele og velti ég fyrir mér hvað valdi. Ég reyndi því að rifja upp íhluti sögunnar og samsetningu þeirra og móta einhverskonar tilgátu. Sambandsleysi Ein stærsta áskorunin sem steðjar ávallt að kvikmyndagerðarfólki er hvort áhorfandinn skilji nægilega vel og tengi við samhengi þess sem er að gerast. Í tilfelli Nope náði ég ekki nægu sambandi við það sem var í húfi varðandi mögulega sölu á búgarði fjölskyldunnar. Það var líkt og skorti ákafa og neyð varðandi þennan fjárhagsvanda, því þarf framvinda annars leikþáttar að reyna að styðjast við yfirborðsspennu og samhygð með persónunum. Hana skortir þó í báðum tilfellum. OJ er mjög erfið týpa, maður fárra orða, því kemst maður ekki undir yfirborðið. Ef við lítum svo á sögu systurinnar Emerald, þá er verið að fjalla um hluti sem erfitt er að skapa samhygð með; það að eltast við frægð. Er það virkilega góður ásetningur fyrir persónu í þessari mynd? Það gerði a.m.k. ekki mikið fyrir mig. Því sitjum við uppi með sögu um fólk sem erfitt er að tengjast. Þemarúnk Það eru nokkrir hlutir varðandi framvinduna í Nope sem ég botnaði ekkert í, helst þá endurlitin til gamanþáttaraðar sem nágranni systkinanna lék í sem barn. Sennilega á þetta að vera einhver voðalega djúp þematísk tenging við söguna, en hér kristallast vandinn sem steðjar að Peele sem höfundi þessa dagana. Hann virðist farinn að trúa eigin hæpi og gleymir að enginn er undanþeginn öllum grundvallaratriðum góðrar sagnamennsku. Peele hefur hér gert kvikmynd sem fjallar of mikið um mótíf og þemu. Hann er búinn að gleyma grunn byggingareind frásagna, sem er samhygðin. Hvað er í gangi? Hann eyðir þó töluverðum tíma í að setja upp persónur og kringumstæður, eiginlega svo löngum að mér var hálfpartinn farið að leiðast. Og þrátt fyrir allan þann tíma sem fer í þá samhygðarhleðslu, sem fyrsti leikþáttur á að vera, náði sagan mér aldrei fyllilega. Það hefur bæði með áframhaldandi framvindu annars leikþáttar að gera, sem og þá staðreynd að ég tengdist aðalpersónunum lítið. Þetta hefði mögulega sloppið ef áhugaverðari hlutir hefðu komið í framhaldinu, en öll þau leyndarmál sem ekki má tala um og spilla, varðandi framvinduna um hvað „er í raun og veru í gangi“ eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert spes. Ég verð að játa að það kom eilítil „er þetta allt og sumt“-tilfinning yfir mig þegar hulunni er svipt af þessum mikla leyndardómi sem við erum öll að bíða eftir. Þegar farið er að síga á seinni hlutann og atburðirnir farnir að upplýsast er myndin hreinlega ekki nægilega spennandi til að ná sömu hæðum og fyrri myndir Peele. Ég hef stundum líkt kvikmynd við þotu með fjórum hreyflum, hver hreyfill táknar eitt af grundvallaratriðum sagnamennsku og til að ná fullum krafti þarf að vera kveikt á þeim öllum. Það má vel vera að hér sé kveikt á öllu hreyflum, en sumir þeirra eru ekki nema í 50% afköstum, því fer sem fer. Nope inniheldur mjög marga íhluti spennandi og áhugaverðrar kvikmyndar en skortir þó afl til að ná fullri flughæð. Það var aðeins einu sinni í allra myndinni sem hún virkilega náði mér og ég fékk svona: „Þetta er geggjað“-tilfinningu. Í því tilfelli kom svo í ljós að verið var að spila með áhorfendur og eitthvað allt annað í gangi en virtist við fyrstu sýn. Peele hefði kannski átt að gera þá mynd sem ég hélt að væri að hefjast þar. Niðurstaða: Farið endilega í bíó og myndið ykkar eigin skoðun, því margir virðast hrifnir. Nope skildi hins vegar lítið eftir hjá undirrituðum, ólíkt fyrri myndum Peele. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Því er eðlilegast að fyrsta spurningin sé hvort Nope standist þær væntingar sem nú eru gerðar til kvikmynda Peeles? Stutta svarið er nóbb. Þetta er sísta myndin hans hingað til. Því miður. Það er ekki þar með sagt að Nope sé slæm kvikmynd og ef nota ætti hversdagslegt tungutak þá myndi ég segja: „Hún er allt í lagi, ekkert spes.“ Pabbi fær pening í hausinn Nope fjallar um systkinin OJ og Emerald sem missa föður sinn þegar ýmsir smálegir hlutir, sem virðast hafa fallið úr flugvél, hrynja úr loftinu og hann fær einn þeirra í höfuðið. Feðgarnir höfðu fram að því rekið hrossabú þar sem þeir tömdu og þjálfuðu hesta fyrir kvikmyndaiðnaðinn, á meðan systirin var uppi um alla veggi að reyna að koma sér á framfæri í kvikmyndabransanum. Systkinin í hnotskurn. Til að byrja með hverfist sagan um, að því virðist, einhverjar tilraunir til að bjarga búgarðinum. OJ hefur neyðst til að selja nágranna þeirra, sem rekur skemmtigarð í nágrenninu, hross. Nágranninn, sem er fyrrum barnastjarna, býðst svo til að kaupa búgarðinn, eitthvað sem OJ vill ekki ganga að. Eins og áður sagði, þótti mér Nope ekki komast ofar en í „allt í lagi“ flokkinn. Hún sat ekki í mér líkt og fyrri myndir Peele og velti ég fyrir mér hvað valdi. Ég reyndi því að rifja upp íhluti sögunnar og samsetningu þeirra og móta einhverskonar tilgátu. Sambandsleysi Ein stærsta áskorunin sem steðjar ávallt að kvikmyndagerðarfólki er hvort áhorfandinn skilji nægilega vel og tengi við samhengi þess sem er að gerast. Í tilfelli Nope náði ég ekki nægu sambandi við það sem var í húfi varðandi mögulega sölu á búgarði fjölskyldunnar. Það var líkt og skorti ákafa og neyð varðandi þennan fjárhagsvanda, því þarf framvinda annars leikþáttar að reyna að styðjast við yfirborðsspennu og samhygð með persónunum. Hana skortir þó í báðum tilfellum. OJ er mjög erfið týpa, maður fárra orða, því kemst maður ekki undir yfirborðið. Ef við lítum svo á sögu systurinnar Emerald, þá er verið að fjalla um hluti sem erfitt er að skapa samhygð með; það að eltast við frægð. Er það virkilega góður ásetningur fyrir persónu í þessari mynd? Það gerði a.m.k. ekki mikið fyrir mig. Því sitjum við uppi með sögu um fólk sem erfitt er að tengjast. Þemarúnk Það eru nokkrir hlutir varðandi framvinduna í Nope sem ég botnaði ekkert í, helst þá endurlitin til gamanþáttaraðar sem nágranni systkinanna lék í sem barn. Sennilega á þetta að vera einhver voðalega djúp þematísk tenging við söguna, en hér kristallast vandinn sem steðjar að Peele sem höfundi þessa dagana. Hann virðist farinn að trúa eigin hæpi og gleymir að enginn er undanþeginn öllum grundvallaratriðum góðrar sagnamennsku. Peele hefur hér gert kvikmynd sem fjallar of mikið um mótíf og þemu. Hann er búinn að gleyma grunn byggingareind frásagna, sem er samhygðin. Hvað er í gangi? Hann eyðir þó töluverðum tíma í að setja upp persónur og kringumstæður, eiginlega svo löngum að mér var hálfpartinn farið að leiðast. Og þrátt fyrir allan þann tíma sem fer í þá samhygðarhleðslu, sem fyrsti leikþáttur á að vera, náði sagan mér aldrei fyllilega. Það hefur bæði með áframhaldandi framvindu annars leikþáttar að gera, sem og þá staðreynd að ég tengdist aðalpersónunum lítið. Þetta hefði mögulega sloppið ef áhugaverðari hlutir hefðu komið í framhaldinu, en öll þau leyndarmál sem ekki má tala um og spilla, varðandi framvinduna um hvað „er í raun og veru í gangi“ eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert spes. Ég verð að játa að það kom eilítil „er þetta allt og sumt“-tilfinning yfir mig þegar hulunni er svipt af þessum mikla leyndardómi sem við erum öll að bíða eftir. Þegar farið er að síga á seinni hlutann og atburðirnir farnir að upplýsast er myndin hreinlega ekki nægilega spennandi til að ná sömu hæðum og fyrri myndir Peele. Ég hef stundum líkt kvikmynd við þotu með fjórum hreyflum, hver hreyfill táknar eitt af grundvallaratriðum sagnamennsku og til að ná fullum krafti þarf að vera kveikt á þeim öllum. Það má vel vera að hér sé kveikt á öllu hreyflum, en sumir þeirra eru ekki nema í 50% afköstum, því fer sem fer. Nope inniheldur mjög marga íhluti spennandi og áhugaverðrar kvikmyndar en skortir þó afl til að ná fullri flughæð. Það var aðeins einu sinni í allra myndinni sem hún virkilega náði mér og ég fékk svona: „Þetta er geggjað“-tilfinningu. Í því tilfelli kom svo í ljós að verið var að spila með áhorfendur og eitthvað allt annað í gangi en virtist við fyrstu sýn. Peele hefði kannski átt að gera þá mynd sem ég hélt að væri að hefjast þar. Niðurstaða: Farið endilega í bíó og myndið ykkar eigin skoðun, því margir virðast hrifnir. Nope skildi hins vegar lítið eftir hjá undirrituðum, ólíkt fyrri myndum Peele.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira