Elon Musk: Tæknilegar breytingar og verðið mun hækka á Cybertruck Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. ágúst 2022 07:00 Elon Musk heldur áhyggjulaus áfram kynningu á Cybertruck pallbílnum eftir að óbrjótanlegar rúður brotnuðu tvisvar. Nordicphotos/AFP Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk segir að margt hafi breyst síðan bíllinn var fyrst kynntur árið 2019. „Það þýðir að tæknilýsingin og verðið munu breytast,“ sagði Musk á hluthafafundi Tesla, sem kallast Cyber Roundup. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás Tesla þar sem hægt er að horfa á hluthafafundinn. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við hversu mikið heimurinn hefur breyst síðan Cybertruck ar upprunalega kynntur. Kórónuveirufaraldurinn skall á skömmu eftir kynningu bílsins, sem var kynntur í nóvember 2019. Auk heimsfaraldurs er aukin verðbólga líkleg til að hækka verðið sem átti upprunalega að vera frá undir 40.000 dollurum eða um 5,48 milljónir króna. „Verðið á Cybertruck var upprunalega tilkynnt árið 2019, og að taka frá bíl kostaði 99 dollara. Margt hefur breyst síðan og tæknileg atriði og verðin munu breytast. Ég þoli ekki að gefa vondar fréttir en ég held að það sé engin leið að hafa geta séð fyrir þá verðbólgu sem við erum að horfa fram á ásamt ýmsum öðrum vandamálum,“ sagi Musk, aðspurður um endanleg verð á Cybertruck. „Að því sögðu mun Cybertruck vera ein heljarinnar vara og tryllt tæki,“ bætti Musk við. „Við munum hefjast handa við að setja upp framleiðslulínurnar á næstu mánuðum og við ætlum okkur að vera farin að fjöldaframleiða bílinn um mitt næsta ár,“ sagði Musk að lokum. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás Tesla þar sem hægt er að horfa á hluthafafundinn. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við hversu mikið heimurinn hefur breyst síðan Cybertruck ar upprunalega kynntur. Kórónuveirufaraldurinn skall á skömmu eftir kynningu bílsins, sem var kynntur í nóvember 2019. Auk heimsfaraldurs er aukin verðbólga líkleg til að hækka verðið sem átti upprunalega að vera frá undir 40.000 dollurum eða um 5,48 milljónir króna. „Verðið á Cybertruck var upprunalega tilkynnt árið 2019, og að taka frá bíl kostaði 99 dollara. Margt hefur breyst síðan og tæknileg atriði og verðin munu breytast. Ég þoli ekki að gefa vondar fréttir en ég held að það sé engin leið að hafa geta séð fyrir þá verðbólgu sem við erum að horfa fram á ásamt ýmsum öðrum vandamálum,“ sagi Musk, aðspurður um endanleg verð á Cybertruck. „Að því sögðu mun Cybertruck vera ein heljarinnar vara og tryllt tæki,“ bætti Musk við. „Við munum hefjast handa við að setja upp framleiðslulínurnar á næstu mánuðum og við ætlum okkur að vera farin að fjöldaframleiða bílinn um mitt næsta ár,“ sagði Musk að lokum.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent