100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2022 09:13 Ytri Rangá er komin á fullt skrið og göngur í ána eru með allra besta móti en það sást greinilega á veiðitölum í gær. Það hafa verið 50-60 laxa dagar nokkuð reglulega og þétt í þessum mánuði en úrhelli og erfitt veður í þessari viku dró aðeins úr veiðitölum. Loksins þegar það viðrar vel við Ytri Rangá sést hvað það er mikið af laxi í ánni því það komu yfir 100 laxar á land í gær. Veiðistaðir eins og Klöpp, 17a, Nýja Gunnugil og Djúpós bara svo einhverjir séu nefndir eru, eins og veiðimenn gjarnan taka til orða, pakkaðir af laxi! Hann er samt ekki að ganga upp Ægissíðu af miklum krafti þó svo að það sé nóg að ganga en veiðistaðirnir fyirr neðan fossinn eru eins og menn þekkja á góðu ári í þessari mögnuðu á. Lax getur verið að ganga í Ytri Rangá alveg fram í október og stundum lengur. Það er að sjá að göngur séu líklega að ná hámarki en það þýðir samt að að getur haldist þannig í nokkra daga eða vikur. Það er veisla framundan í ánni, það er nokkuð ljóst. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Það hafa verið 50-60 laxa dagar nokkuð reglulega og þétt í þessum mánuði en úrhelli og erfitt veður í þessari viku dró aðeins úr veiðitölum. Loksins þegar það viðrar vel við Ytri Rangá sést hvað það er mikið af laxi í ánni því það komu yfir 100 laxar á land í gær. Veiðistaðir eins og Klöpp, 17a, Nýja Gunnugil og Djúpós bara svo einhverjir séu nefndir eru, eins og veiðimenn gjarnan taka til orða, pakkaðir af laxi! Hann er samt ekki að ganga upp Ægissíðu af miklum krafti þó svo að það sé nóg að ganga en veiðistaðirnir fyirr neðan fossinn eru eins og menn þekkja á góðu ári í þessari mögnuðu á. Lax getur verið að ganga í Ytri Rangá alveg fram í október og stundum lengur. Það er að sjá að göngur séu líklega að ná hámarki en það þýðir samt að að getur haldist þannig í nokkra daga eða vikur. Það er veisla framundan í ánni, það er nokkuð ljóst.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði