Lagið kom fyrst út árið 2016 en hefur aftur slegið í gegn í þessari nýju útgáfu.
Klara Elias situr staðföst í fyrsta sæti listans með þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Nú er vika í Þjóðhátíð en Klara mun flytja lagið í brekkunni ásamt öðrum smellum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti listans með lagið Dansa og Gummi Tóta fylgir fast á eftir í þriðja sæti með Íslenska sumarið.
Júlí Heiðar stekkur upp í sjöunda sæti með nýjasta lagið sitt Alltaf þú og hækkar sig um fimm sæti á milli vikna. Þá er fyrrum topplag íslenska listans, Aldrei Toppað með FM95Blö og Aroni Can, mætt aftur á listann eftir og situr í 18. sæti.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: