Fótbolti

Mikið hlegið, sungið og dansað á æfingu stelpnanna í kvöld: Myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir tók vel undir á æfingunni í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir tók vel undir á æfingunni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslensku stelpurnar mættu greinilega endurnærðar á æfingu í Rotherham í kvöld eftir að hafa fengið frídag í gær. Þær voru augljóslega ánægðar með að komast aftur í smá fótbolta saman.

Stelpurnar sáu líka um tónlistina sjálfar og sú var án efa sérvalin af leikmönnum miðað við undirtektir þeirra á æfingunni.

Það var dansað og það var sungið með. Auðvitað er ekki hægt annað en að hrífast af stemmningunni í íslenska hópnum.

Leikgleðin og hlátrasköllin fóru ekkert fram hjá þeim fjölmörgu frönsku blaðamönnum sem voru mættir á blaðamannafund Íslands og æfinguna.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á opna hluta æfingarinnar í dag og náði þessum flottum myndum hér fyrir neðan.

Mikið fjör og mikið gaman.Vísir/Vilhelm
Sveindís Jane Jónsdóttir og Elísa Viðarsdóttir inn í miðjunni í reitarbolta.Vísir/Vilhelm
Mikil keppni á æfingunum eins og alltaf.Vísir/Vilhelm
Nauðsynlegt að liðka sig aðeins til.Vísir/Vilhelm
Alltaf stutt í brosið þegar þessar stelpur koma saman.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Stelpurnar dönsuðu og sungu mikið á æfingunni.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Cecelía Rán Rúnarsdóttir fékk að prófa myndavélina.Vísir/Vilhelm
Um að gera að biðja um sigur á morgunVísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×