Snjórinn skellur á eins og stjörnuhríð á bílrúðunni Steinar Fjeldsted skrifar 15. júlí 2022 14:30 Í gær, fimmtudaginn 14. júlí gefur Ásgeir út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu – Time On My Hands – sem kemur út á vegum útgáfu fyrirtækisins One Little Independent í október. Lagið sem heitir Snowblind og skartar texta eftir þá Ásgeir Trausta og Pétur Ben og var tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Um er að ræða ískalda og kraftmikla elektróník sem ef til vill gefur fyrirheit um það sem koma skal. Samkvæmt Ásgeiri kviknaði hugmyndin að laginu og textanum sem ljósmynd af fólki að keyra í snjóbyl þar sem snjórinn skellur á eins og stjörnuhríð á bílrúðunni. Fólkið er blindað af snjónum og hefur ekki alveg tök á aðstæðum. Textinn getur verið myndlíking fyrir ýmsar aðstæður í lífi fólks en eins og svo oft áður vonast Ásgeir til þess að fólk túlki textann á sinn eigin hátt og lesi það úr honum sem það vill. Það er mikið um að vera hjá Ásgeiri á þessu ári því ásamt því að gefa út nýja plötu, fagnar hann 10 ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður m.a. fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið
Lagið sem heitir Snowblind og skartar texta eftir þá Ásgeir Trausta og Pétur Ben og var tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Um er að ræða ískalda og kraftmikla elektróník sem ef til vill gefur fyrirheit um það sem koma skal. Samkvæmt Ásgeiri kviknaði hugmyndin að laginu og textanum sem ljósmynd af fólki að keyra í snjóbyl þar sem snjórinn skellur á eins og stjörnuhríð á bílrúðunni. Fólkið er blindað af snjónum og hefur ekki alveg tök á aðstæðum. Textinn getur verið myndlíking fyrir ýmsar aðstæður í lífi fólks en eins og svo oft áður vonast Ásgeir til þess að fólk túlki textann á sinn eigin hátt og lesi það úr honum sem það vill. Það er mikið um að vera hjá Ásgeiri á þessu ári því ásamt því að gefa út nýja plötu, fagnar hann 10 ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður m.a. fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið