Hér má sjá myndbandið:
„Ég ólst upp við það að plana allt árið í kringum hinar og þessar söngvakeppnir og ég missti aldrei af Söngkeppni Framhaldsskólanema,“ segir Klara um fyrstu kynni hennar af Sverri.
„Ég man eftir að hafa fengið tárin í augun yfir tveimur sigurvegurum. Annars vegar Guðrúnu Árnýju þegar hún vann og ég tók hana upp á kassettu og hlustaði á það 15 sinnum á dag. Og svo þegar Sverrir vann.
Það var líka örugglega eftirminnilegasti flutningurinn í sögu þessarar keppni. Það var eitthvað svo tryllt að heyra svona lýtalausan og áreynslulausan flutning.“
Tónlistarmaðurinn Halldór Gunnar er höfundur lagsins ásamt Sverri og spilar á gítar í þessari útgáfu.
„Sverrir er auðvitað bara búinn að vera áreynslulaust að syngja svona fáránlega vel síðan og ég er montin að fá að syngja með honum lagið hans og Halldórs Gunnars. Þeir eru svo flott teymi, vinna svo vel saman og ég dýrka þá fyrir að vera til í að prófa hugmyndirnar mínar og útsetja þetta með mér í nýrri útgáfu,“ segir Klara að lokum.