Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2022 09:48 Barnadagur var haldinn í Elliðaánum síðastliðinn sunnudag en þá er ungum félagsmönnum SVFR boðið í Elliðaárnar og það bar heldur vel í veiði. Það var vaskur hópur barna sem mætti eldsnemma í veiðihúsið og beið eftir því að kasta flugu í ána. Þeim til halds og traust voru sjálfboðaliðar úr leiðsögu menn SVFR en það var nú þannig að sum þessara barna eru orðin svo góðir kastarar að það þurfti bara segja þeim hvar laxinn liggur. Tekið var á móti börnunum með flugum sem veiðibúðirnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til svo allir væru klárir í slaginn. Göngur í Elliðaárnar hafa verið með besta móti og það sem kom á óvart er hversu mikið af laxi er genginn upp á svæðið fyrir ofan Árbæjarstíflu. Þar var mikið af laxi í veiðistöðum eins og Kistum, Símastreng, Hrauni og Hundasteinum en eins lágu laxar í Fljótinu, Heyvaðshyl og Höfuðhyl. Veiðin var frábær hjá þessum vaska hóp en alls var 20 löxum landað og fleiri sem duttu af. Nokkrir Maríulaxar voru í veiðinni og var þeim að sjálfsögðu vel fagnað. Öllum laxi var sleppt. Stangveiði Mest lesið Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Dræmari laxveiði í kortunum en í fyrra Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði
Það var vaskur hópur barna sem mætti eldsnemma í veiðihúsið og beið eftir því að kasta flugu í ána. Þeim til halds og traust voru sjálfboðaliðar úr leiðsögu menn SVFR en það var nú þannig að sum þessara barna eru orðin svo góðir kastarar að það þurfti bara segja þeim hvar laxinn liggur. Tekið var á móti börnunum með flugum sem veiðibúðirnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til svo allir væru klárir í slaginn. Göngur í Elliðaárnar hafa verið með besta móti og það sem kom á óvart er hversu mikið af laxi er genginn upp á svæðið fyrir ofan Árbæjarstíflu. Þar var mikið af laxi í veiðistöðum eins og Kistum, Símastreng, Hrauni og Hundasteinum en eins lágu laxar í Fljótinu, Heyvaðshyl og Höfuðhyl. Veiðin var frábær hjá þessum vaska hóp en alls var 20 löxum landað og fleiri sem duttu af. Nokkrir Maríulaxar voru í veiðinni og var þeim að sjálfsögðu vel fagnað. Öllum laxi var sleppt.
Stangveiði Mest lesið Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Dræmari laxveiði í kortunum en í fyrra Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði