Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2022 08:50 SVFR hefur lengt samning um Haukadalsá um 5 ár.Laxi landað í Haukadalsá Mynd: SVFR Haukadalsá hefur verið mjög vinsæl síðustu ár og áratugi enda er áin þægileg, nokkuð auðveidd og þrædd virkilega skemmtilegum veiðistöðum. Haukan eins og hún er kölluð venjulega fór heldur rólega af stað en hollin sem hafa verið við veiðar voru ekki að ná nema tveimur til þremur löxum hvert holl og opnunarhollið sá ekki lax. Það er sem betur fer komin annar bragur á veiðina í ánni þessa dagana því holl sem lauk veiðum í gær landaði 21 laxi og einhverjir sluppu af færi veiðimanna. Það eru greinilega auknar göngur í ánna eins og í flestum ám á vesturlandi en laxinn er að koma nokkuð seinna en venjulega þetta árið. Það hefur svo sem gerst oft áður en það þýðir bara að göngurnar ná lengra inní júlí en venjulega og það veit á gott. Næsta stórstreymi er 15. júlí og sá straumur og flóðin fram að því eru líklega til að skila stórum hluta af þeim laxi sem kemur í sumar í árnar. Það er því ekkert leiðinlegt að standa við bakkann þessa dagana. Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði
Haukan eins og hún er kölluð venjulega fór heldur rólega af stað en hollin sem hafa verið við veiðar voru ekki að ná nema tveimur til þremur löxum hvert holl og opnunarhollið sá ekki lax. Það er sem betur fer komin annar bragur á veiðina í ánni þessa dagana því holl sem lauk veiðum í gær landaði 21 laxi og einhverjir sluppu af færi veiðimanna. Það eru greinilega auknar göngur í ánna eins og í flestum ám á vesturlandi en laxinn er að koma nokkuð seinna en venjulega þetta árið. Það hefur svo sem gerst oft áður en það þýðir bara að göngurnar ná lengra inní júlí en venjulega og það veit á gott. Næsta stórstreymi er 15. júlí og sá straumur og flóðin fram að því eru líklega til að skila stórum hluta af þeim laxi sem kemur í sumar í árnar. Það er því ekkert leiðinlegt að standa við bakkann þessa dagana.
Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði