Mikið af laxi á Iðu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 10:58 Tekist á við lax Á Iðu í gær. Mynd: Árni Baldursson FB Iða er veiðisvæði sem ekki margir hafa fengið þá ánægju að veiða en þeir sem komast í það segja oftar en ekki frá ævintýralegri veiði. Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum. Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði
Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá og þarna er veitt á mjög stuttum kafla en veiðin getur verið feyknagóð þegar göngur eru góðar. Samkvæmt Facebook innslagi hjá Árna Baldurssyni er veiðin góð þarna þessa dagana en þrjár stangir lönduðu í gær 15 löxum og þar er mikið af laxi á svæðinu. Þetta er enn eitt veiðisvæðið sem nýtur góðs af netaupptöku á vatnasvæðinu og það er þess vegna löngu ljóst að netalagnir í Hvítá og Ölfusá eru löngu úreltar. Hagfræðin á bak við netaupptöku er sáraeinföld. Verðmæti hvers veidds lax á stöng er margfalt það á við kílóverð fyrir hvern lax í net. Lax á stöng skilar tekjum til landeigenda margföldu við því sem netalax skilar, þjónustan í kringum veiðimenn skilar störfum í veiðihúsum, veiðileiðsögn og veiðibúðum.
Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði