Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 09:31 Þykk og flott bleikja af Kaldárhöfða Kaldárhöfði er syðsta veiðisvæðið í Þingvallavatni og nyrsta svæðið í Úlfljótsvatni og veiðin þar undanfarið hefur bara verið prýðileg. Veiðin í Þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur að sögn kunnugra verið arfaslök í sumar og fáir sem eru að fá fisk en önnur svæði við vatnið hafa á sama tíma verið að gefa fína veiði. Eitt af þeim svæðum er Kaldárhöfði. Svæðið nær frá Sprænutanga í Þingvallavatni í norðri og að landamörkum við Efri-Brú við Úlfljótsvatn í suðri. Um er að ræða mjög fjölbreytt svæði sem bæði býður upp á urriða- og bleikjuveiði. Bleikja úr Kaldárhöfða Svæðið á sér langa veiðisögu og var sennilega besta urriðasvæði í Þingvallavatni fyrir tíma virkjana í Sogi. Með vaxandi veiði á urriða í vatninu verður spennandi að fylgjast með veiðinni á Kaldárhöfða á næstunni. Hluti svæðisins er í Úlfljótsvatni og er það svæði bæði þekkt fyrir stóra urriða og nóg af bleikju. Urriðaveiðin er einkum góð nyrst í vatninu og út af hólmanum en bleikjuveiðin er góð á öllu svæðinu. Þarna hafa undanfarið verið að veiðast mjög vænar bleikjur en mest hefur það verið sílableikja. Í þjóðgarðinum er þetta mest kuðungableikja sem hefur verið að veiðast og þar liggur kannski ástæðan. Sílableikjan er líklega að dafna betur í vatninu en kuðungableikjan hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því en veiðimenn hafa lengi verið að kalla eftir ítarlegri rannsóknum á bleikjustofninum í vatninu til að komast að því hvað veldur þeirri hnignun sem er ansi greinileg á kuðungableikjunni. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði
Veiðin í Þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur að sögn kunnugra verið arfaslök í sumar og fáir sem eru að fá fisk en önnur svæði við vatnið hafa á sama tíma verið að gefa fína veiði. Eitt af þeim svæðum er Kaldárhöfði. Svæðið nær frá Sprænutanga í Þingvallavatni í norðri og að landamörkum við Efri-Brú við Úlfljótsvatn í suðri. Um er að ræða mjög fjölbreytt svæði sem bæði býður upp á urriða- og bleikjuveiði. Bleikja úr Kaldárhöfða Svæðið á sér langa veiðisögu og var sennilega besta urriðasvæði í Þingvallavatni fyrir tíma virkjana í Sogi. Með vaxandi veiði á urriða í vatninu verður spennandi að fylgjast með veiðinni á Kaldárhöfða á næstunni. Hluti svæðisins er í Úlfljótsvatni og er það svæði bæði þekkt fyrir stóra urriða og nóg af bleikju. Urriðaveiðin er einkum góð nyrst í vatninu og út af hólmanum en bleikjuveiðin er góð á öllu svæðinu. Þarna hafa undanfarið verið að veiðast mjög vænar bleikjur en mest hefur það verið sílableikja. Í þjóðgarðinum er þetta mest kuðungableikja sem hefur verið að veiðast og þar liggur kannski ástæðan. Sílableikjan er líklega að dafna betur í vatninu en kuðungableikjan hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því en veiðimenn hafa lengi verið að kalla eftir ítarlegri rannsóknum á bleikjustofninum í vatninu til að komast að því hvað veldur þeirri hnignun sem er ansi greinileg á kuðungableikjunni.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði