Stóra Laxá hefur heldur betur fundið vel fyrir þessu en veiðin þar frá fyrsta degi hefur verið mjög góð og er staða sú að í gær veiddist hundraðasti laxinn í ánni. Efra svæðið er komið í 36 laxa og í gær var neðra svæðið komið í 69 laxa. Hundraðasta laxinn veiddi SIgmar Orri Guðmundsson en það var jafnframt maríulax.
Stærstu laxarnir eru 98 sm en margir sem hefur verið landað hafa verið milli 90-97 sm og líklega um 40% milli 80 og 90 sm. Smálaxinn er þegar farin að sýna sig í ánni og eru flestir eins árs laxarnir um 60 sm. Áin er í frábæru vatni og göngur nokkuð kröftugar svo það stefnir í spennandi sumar í Stóru Laxá.