Nú eru fjórar vikur í Þjóðhátíð og tilhlökkun gesta líklega orðin gríðarleg, sérstaklega í ljósi þess að hátíðinni var aflýst síðustu tvö árin. Klara mun flytja Eyjanótt fyrir gesti brekkunnar en í viðtali við Vísi í júní sagðist hún að sjálfsögðu hlakka mikið til.
„Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í tvö ár. Mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkar ósnert.“
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM957.
Hér má sjá íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: