Laxinn mættur í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2022 07:54 Myndin er kannski svolítið óskýr er þarna má klárlega sjá lax á H'olmabreiðu í Stóru Laxá Stóra Laxá er ein af þessum ám sem nær á veiðimönnum þvílíkum heljartökum að hún sækir á drauma þegar veiðitímabilið er að byrja. Það verður þess vegna gleðilegt að segja þeim sem sækja ána heim í sumar að laxinn er mættur og það er staðfest. Nökkvi Svavarsson og árnefndin voru við störf í bakka Stóru Laxár og meðal þess sem var verið að gera var að setja kaðal niður í Skerið til að auðvelda aðkomu þar. Þegar þeir kíktu í Hólmabreiðuna sáust að minnsta kosti 10 tveggja ára laxar og þar af voru tveir þeirra í það sem mætti kalla yfirstærð. Stóra laxá er í frábæru vatni eða um 30 rúmmetrum, það er ennþá töluvert af snjó á heiðunum svo það stefnir í að hún verði í góðu vatni í sumar. Veiðihúsið á svæði 1-2 hefur fengið allsvakalega yfirhalningu og breytingar á veiðifyrirkomulaginu verða þannig í sumar að svæði 1-2-3 verða veidd saman og svæði 4 veitt sér. Það er spennandi að fylgjast með því sem er verið að gera við þessa nafntoguðu á og Veiðivísir ætlar að taka púlsinn frá fyrsta degi. Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði
Það verður þess vegna gleðilegt að segja þeim sem sækja ána heim í sumar að laxinn er mættur og það er staðfest. Nökkvi Svavarsson og árnefndin voru við störf í bakka Stóru Laxár og meðal þess sem var verið að gera var að setja kaðal niður í Skerið til að auðvelda aðkomu þar. Þegar þeir kíktu í Hólmabreiðuna sáust að minnsta kosti 10 tveggja ára laxar og þar af voru tveir þeirra í það sem mætti kalla yfirstærð. Stóra laxá er í frábæru vatni eða um 30 rúmmetrum, það er ennþá töluvert af snjó á heiðunum svo það stefnir í að hún verði í góðu vatni í sumar. Veiðihúsið á svæði 1-2 hefur fengið allsvakalega yfirhalningu og breytingar á veiðifyrirkomulaginu verða þannig í sumar að svæði 1-2-3 verða veidd saman og svæði 4 veitt sér. Það er spennandi að fylgjast með því sem er verið að gera við þessa nafntoguðu á og Veiðivísir ætlar að taka púlsinn frá fyrsta degi.
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði