Hitti hetjuna sína: „Enn svífandi um á bleiku skýi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júní 2022 10:41 Hinn tíu ára gamli Arnór var í skýjunum yfir því að hafa hitt tónlistarmanninn Passenger. Aðsend Tónlistarmaðurinn Passenger hélt tónleika í Hörpu síðastliðinn sunnudag við mikla lukku aðdáenda. Hinn tíu ára gamli Arnór var þó líklega hvað ánægðastur aðdáenda þar sem hann fékk að hitta þetta átrúnaðargoð sitt að tónleikunum loknum. Blaðamaður heyrði í Gunnari Ágústi Ásgeirssyni, föður Arnórs, og fékk að heyra nánar frá þessari skemmtilegu lífsreynslu. „Arnór heyrði fyrst lagið Let her go þegar hann var rétt rúmlega árs gamall og hann vildi bara hlusta endalaust à það. Það var eitthvað við Mike sem hann elskaði og næstu àr hlustaði hann á fleiri og fleiri lög. Hann lék eftir myndböndin hans með miklum tilþrifum og söng og glamraði à gítar. Arnór hefur alltaf fundið til mikillar tengingar við Mike, erfitt að útskýra, en é held að hann finni hvað Mike er ljúfur eins og hann sjálfur. Arnór er ljúfasta sál í heimi.“ Arnór hefur alla tíð tengt við tónlist Passenger.Aðsend Aðdáendur hjálpuðu til Gunnar segir að því hafi ekki verið spurning að festa strax kaup á tónleikamiðunum þegar í ljós kom að Passenger væri að spila hér á Íslandi. „Ég keypti miðana á tónleikana strax fyrsta söludag og Arnór heimtaði að vera fremst fyrir miðju því hann vildi vera eins nálægt Mike og mögulegt væri. Í lok apríl fékk ég þessa hugmynd hvort mögulegt væri að fá að hitta kappann.“ Hann segir að það hafi verið ansi erfitt að fá það í gegn og því gast hann eiginlega upp. „Svo tveimur dögum fyrir tónleikana setti Instagram síða Passenger inn auglýsingu fyrir tónleikana. Ég afritaði bréfið sem ég hafði sent löngu áður og aðdáendur hans fóru á fullt. Allir hvöttu hann til þess að láta draum þessa drengs rætast og þá sérstaklega var maður hér á Íslandi, sem vill ekki láta nafns síns getið, óstöðvandi í því að láta þetta gerast.“ Draumurinn rættist Maðurinn sendi á ýmsa aðila og þar á meðal var Jarrad, ljósmyndari sem er að ferðast með Mike (Passenger) um Evrópu. „Jarrad sér skilaboðin, hefur samband við mig seinnipart tónleikadags og segir mér að Mike vilji endilega hitta drenginn. Klukkan 19:15 rættist þessi draumur. Arnór varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með hetjuna sína. Mike bauð hann velkominn og fór með okkur baksviðs og inn à svið í Eldborg, spjallaði við okkur um tónlist, gítara og spurði Arnór fullt af spurningum um hans áhugamál og framtíðaráform. Mike er einstaklega ljúfur og almennilegur maður og Jarrad hafði einmitt á orði við mig hvað þeir Arnór væru svipaðar týpur. Labba meira að segja eins.“ Þetta hefur án efa verið eftirminnilegur atburður í lífi Arnórs sem hann mun ekki gleyma en Gunnar segir að sonur sinn sé enn svífandi um á bleiku skýi. „Hann var í svo miklu spennufalli í gær að hann var bara eins og hann væri þunnur hérna heima. Passenger eignaðist meira en aðdáanda á sunnudag, hann eignaðist vin.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Arnór heyrði fyrst lagið Let her go þegar hann var rétt rúmlega árs gamall og hann vildi bara hlusta endalaust à það. Það var eitthvað við Mike sem hann elskaði og næstu àr hlustaði hann á fleiri og fleiri lög. Hann lék eftir myndböndin hans með miklum tilþrifum og söng og glamraði à gítar. Arnór hefur alltaf fundið til mikillar tengingar við Mike, erfitt að útskýra, en é held að hann finni hvað Mike er ljúfur eins og hann sjálfur. Arnór er ljúfasta sál í heimi.“ Arnór hefur alla tíð tengt við tónlist Passenger.Aðsend Aðdáendur hjálpuðu til Gunnar segir að því hafi ekki verið spurning að festa strax kaup á tónleikamiðunum þegar í ljós kom að Passenger væri að spila hér á Íslandi. „Ég keypti miðana á tónleikana strax fyrsta söludag og Arnór heimtaði að vera fremst fyrir miðju því hann vildi vera eins nálægt Mike og mögulegt væri. Í lok apríl fékk ég þessa hugmynd hvort mögulegt væri að fá að hitta kappann.“ Hann segir að það hafi verið ansi erfitt að fá það í gegn og því gast hann eiginlega upp. „Svo tveimur dögum fyrir tónleikana setti Instagram síða Passenger inn auglýsingu fyrir tónleikana. Ég afritaði bréfið sem ég hafði sent löngu áður og aðdáendur hans fóru á fullt. Allir hvöttu hann til þess að láta draum þessa drengs rætast og þá sérstaklega var maður hér á Íslandi, sem vill ekki láta nafns síns getið, óstöðvandi í því að láta þetta gerast.“ Draumurinn rættist Maðurinn sendi á ýmsa aðila og þar á meðal var Jarrad, ljósmyndari sem er að ferðast með Mike (Passenger) um Evrópu. „Jarrad sér skilaboðin, hefur samband við mig seinnipart tónleikadags og segir mér að Mike vilji endilega hitta drenginn. Klukkan 19:15 rættist þessi draumur. Arnór varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með hetjuna sína. Mike bauð hann velkominn og fór með okkur baksviðs og inn à svið í Eldborg, spjallaði við okkur um tónlist, gítara og spurði Arnór fullt af spurningum um hans áhugamál og framtíðaráform. Mike er einstaklega ljúfur og almennilegur maður og Jarrad hafði einmitt á orði við mig hvað þeir Arnór væru svipaðar týpur. Labba meira að segja eins.“ Þetta hefur án efa verið eftirminnilegur atburður í lífi Arnórs sem hann mun ekki gleyma en Gunnar segir að sonur sinn sé enn svífandi um á bleiku skýi. „Hann var í svo miklu spennufalli í gær að hann var bara eins og hann væri þunnur hérna heima. Passenger eignaðist meira en aðdáanda á sunnudag, hann eignaðist vin.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira