Sól og sumardans ásamt myrkari hliðum tilverunnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. júní 2022 15:30 Tónlistarmaðurinn Benni Hemm hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður. Aðsend Benni Hemm Hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður í dag, á 17. Júní. Lagið er unnið með hópi öflugs tónlistarfólks sem leika á hin ýmsu hljóðfæri. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. Benni segir lagið smekkfullt af sól og sumardansi en snertir, eins og öll betri popplög, einnig á myrkari hliðum tilverunnar. Eins og þegar gúmmíið klárast og fílíngurinn breytist og verður annar. Engar tilviljanir „Sú hugmynd leitaði á mig að gera svona píanóballöðu stuðlag, svo ég prjónaði saman þennan einfalda hljómagang og fann svo næsta texta sem beið í bókinni minni og söng hann ofaná. Tilviljanirnar eru oftast það sem virkar best og yfirleitt alls engar tilviljanir ef út í það er farið. Ég uppgötvaði eftir söngupptökurnar að ég hafði sungið „gúmmíið“ í staðinn fyrir „lakkið„, sem stóð í upphaflega textanum, en ég er mun sáttari við að gúmmíið sé búið, það er mikið betra fyrir lagið. Svo fékk ég herskara fólks í stúdíóið mitt til að leika á öll heimsins hljóðfæri, sonur minn söng meira að segja drengjakórs línuna,“ segir Benni. Cover mynd lagsins Eitthvað leiður.Aðsend 200 rásir „Þetta lag sprengdi algjörlega öll mín eldri met í útsetningum og upptökufræðum, sem gerði hljóðblöndun svolítið snúna (með 200 rásir að malla saman). Það gekk svo ágætlega á endanum með hjálp ráðgjafa og sáluhjálpara, en Prins Póló hefur reynst mér best í þeirri deild, enda hefur hann meistaragráðu í hljóðblöndun popplaga. Arnar Guðjónsson hraðaði svo örlítið á laginu og masteraði og smurði kreminu á þessa rjómatertu sem kom út í dag, á 17. júní.“ Lagið er flutt af Benedikt H. Hermanssyni, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Inga Garðari Erlendssyni, Kára Hólmari Ragnarssyni, Elsu Kristínu Sigurðardóttur, Sturlaugi Jóni Björnssyni, Tuma Árnasyni, Þorláki Benediktssyni og Lornu Gilfedder. Benedikt tók upp og mixaði og Arnar Guðjónsson masteraði. Texti lagsins: Held ég sé eitthvað leiður Var að gera upp gamlar erjur kannski er ég bara þreyttur af því að gúmmíið er búið og fílíngurinn er annar og breyttur Tónlist Tengdar fréttir „Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“ Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. 6. júní 2022 10:31 „Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Benni segir lagið smekkfullt af sól og sumardansi en snertir, eins og öll betri popplög, einnig á myrkari hliðum tilverunnar. Eins og þegar gúmmíið klárast og fílíngurinn breytist og verður annar. Engar tilviljanir „Sú hugmynd leitaði á mig að gera svona píanóballöðu stuðlag, svo ég prjónaði saman þennan einfalda hljómagang og fann svo næsta texta sem beið í bókinni minni og söng hann ofaná. Tilviljanirnar eru oftast það sem virkar best og yfirleitt alls engar tilviljanir ef út í það er farið. Ég uppgötvaði eftir söngupptökurnar að ég hafði sungið „gúmmíið“ í staðinn fyrir „lakkið„, sem stóð í upphaflega textanum, en ég er mun sáttari við að gúmmíið sé búið, það er mikið betra fyrir lagið. Svo fékk ég herskara fólks í stúdíóið mitt til að leika á öll heimsins hljóðfæri, sonur minn söng meira að segja drengjakórs línuna,“ segir Benni. Cover mynd lagsins Eitthvað leiður.Aðsend 200 rásir „Þetta lag sprengdi algjörlega öll mín eldri met í útsetningum og upptökufræðum, sem gerði hljóðblöndun svolítið snúna (með 200 rásir að malla saman). Það gekk svo ágætlega á endanum með hjálp ráðgjafa og sáluhjálpara, en Prins Póló hefur reynst mér best í þeirri deild, enda hefur hann meistaragráðu í hljóðblöndun popplaga. Arnar Guðjónsson hraðaði svo örlítið á laginu og masteraði og smurði kreminu á þessa rjómatertu sem kom út í dag, á 17. júní.“ Lagið er flutt af Benedikt H. Hermanssyni, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Inga Garðari Erlendssyni, Kára Hólmari Ragnarssyni, Elsu Kristínu Sigurðardóttur, Sturlaugi Jóni Björnssyni, Tuma Árnasyni, Þorláki Benediktssyni og Lornu Gilfedder. Benedikt tók upp og mixaði og Arnar Guðjónsson masteraði. Texti lagsins: Held ég sé eitthvað leiður Var að gera upp gamlar erjur kannski er ég bara þreyttur af því að gúmmíið er búið og fílíngurinn er annar og breyttur
Tónlist Tengdar fréttir „Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“ Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. 6. júní 2022 10:31 „Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“ Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. 6. júní 2022 10:31
„Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26. ágúst 2021 11:15