Loksins lax á land í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2022 10:01 Dammurinn í Blöndu Mynd/Lax-á.is Eftir fréttir eða öllu heldur fréttaleysi af bökkum Blöndu er vonandi loksins að lifna yfir veiði í þessari mögnuðu á. Blanda var ekki búin að skila laxi á land frá opnun og það var ekki fyrr en í gær að fyrsti laxinn kom á land og það var 93 sm nýgengin fiskur. Fleiri laxar sáust til dæmis á Breiðunni og í Damminum og það er vonandi að flóðið þessa dagana fari að skila hruastlegum göngum í árnar. Þetta hefur verið frekar róleg byrjun á flestum stöðum nema Urriðafossi en það er svo sem ekkert nýtt að laxinn komi sum árin seinna en veiðimenn vilja. Núna er mjög gott júnívatn í ánum, líklega einhver besta vatnsstaða síðan 2015 og það þýðir að það verður líklega ekki þurrkasumar þetta árið með tilheyrandi veiðileysi. Júnímánuður er rétt hálfnaður og við sjáum í raun ekki með sanni í hvað stefnir þetta veiðisumar fyrr en fyrstu og aðra viku í júlí. Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði
Blanda var ekki búin að skila laxi á land frá opnun og það var ekki fyrr en í gær að fyrsti laxinn kom á land og það var 93 sm nýgengin fiskur. Fleiri laxar sáust til dæmis á Breiðunni og í Damminum og það er vonandi að flóðið þessa dagana fari að skila hruastlegum göngum í árnar. Þetta hefur verið frekar róleg byrjun á flestum stöðum nema Urriðafossi en það er svo sem ekkert nýtt að laxinn komi sum árin seinna en veiðimenn vilja. Núna er mjög gott júnívatn í ánum, líklega einhver besta vatnsstaða síðan 2015 og það þýðir að það verður líklega ekki þurrkasumar þetta árið með tilheyrandi veiðileysi. Júnímánuður er rétt hálfnaður og við sjáum í raun ekki með sanni í hvað stefnir þetta veiðisumar fyrr en fyrstu og aðra viku í júlí.
Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði