Loksins lax á land í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2022 10:01 Dammurinn í Blöndu Mynd/Lax-á.is Eftir fréttir eða öllu heldur fréttaleysi af bökkum Blöndu er vonandi loksins að lifna yfir veiði í þessari mögnuðu á. Blanda var ekki búin að skila laxi á land frá opnun og það var ekki fyrr en í gær að fyrsti laxinn kom á land og það var 93 sm nýgengin fiskur. Fleiri laxar sáust til dæmis á Breiðunni og í Damminum og það er vonandi að flóðið þessa dagana fari að skila hruastlegum göngum í árnar. Þetta hefur verið frekar róleg byrjun á flestum stöðum nema Urriðafossi en það er svo sem ekkert nýtt að laxinn komi sum árin seinna en veiðimenn vilja. Núna er mjög gott júnívatn í ánum, líklega einhver besta vatnsstaða síðan 2015 og það þýðir að það verður líklega ekki þurrkasumar þetta árið með tilheyrandi veiðileysi. Júnímánuður er rétt hálfnaður og við sjáum í raun ekki með sanni í hvað stefnir þetta veiðisumar fyrr en fyrstu og aðra viku í júlí. Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Fín veiði í Eyrarvatni Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði SVAK býður uppá lifandi leiðsögn á sinum veiðisvæðum Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði
Blanda var ekki búin að skila laxi á land frá opnun og það var ekki fyrr en í gær að fyrsti laxinn kom á land og það var 93 sm nýgengin fiskur. Fleiri laxar sáust til dæmis á Breiðunni og í Damminum og það er vonandi að flóðið þessa dagana fari að skila hruastlegum göngum í árnar. Þetta hefur verið frekar róleg byrjun á flestum stöðum nema Urriðafossi en það er svo sem ekkert nýtt að laxinn komi sum árin seinna en veiðimenn vilja. Núna er mjög gott júnívatn í ánum, líklega einhver besta vatnsstaða síðan 2015 og það þýðir að það verður líklega ekki þurrkasumar þetta árið með tilheyrandi veiðileysi. Júnímánuður er rétt hálfnaður og við sjáum í raun ekki með sanni í hvað stefnir þetta veiðisumar fyrr en fyrstu og aðra viku í júlí.
Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Fín veiði í Eyrarvatni Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði SVAK býður uppá lifandi leiðsögn á sinum veiðisvæðum Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði