ESB heldur sig við bensín- og díselbíla bann Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. júní 2022 07:01 Nýir dísel-og bensínbílar og þar með púströr munu væntanlega heyra sögunni til í framtíðinni. Nýlega kaus Evrópuþingið um að halda áætlun um bann við sölu bensín og dísel bíla frá og með árinu 2035. Upprunalega plön um bannið voru kynnt í júlí í fyrra og hafa þau nú verið staðfest. Þessi löggjöf þýðir ekki að blátt bann verði lagt við brunahreyfilsbílum. Heldur að sala nýrra brunahreyfilsbíla verði bönnuð. Eldri bílar verða enn á götunum og munu fá að hverfa hægt og rólega miðað við núverandi áætlanir. Endanlegt orðalag laganna verður rætt meðal aðildarlanda á árinu. Það er nú þegar orðin krafa að bílaframleiðendur framleiði einungis bíla sem losa ekki koltvísýring frá og með árinu 2035. Kosningarnar í síðustu viku eru ekki formleg endalok brunahreyfilsbíla í Evrópu. Áður en það gerist þurfa aðildarlöndin 27 að komast að samkomulagi og það gæti reynst strembið. Þýskaland er sérstaklega á móti hreinu banni á sölu nýrra brunahreyfilsbíla og hefur lagt til að þeir bílar sem nota gerviefnaeldsneyti njóti undanþágu. Ítalski ráðherra umhverfismála hefur sagt að framtíð bílsins „geti ekki einungis verið rafmögnuð.“ Athyglisvert verður að fylgjast með framgöngu þessa máls og viðræðum aðildarlandanna. Vistvænir bílar Evrópusambandið Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þessi löggjöf þýðir ekki að blátt bann verði lagt við brunahreyfilsbílum. Heldur að sala nýrra brunahreyfilsbíla verði bönnuð. Eldri bílar verða enn á götunum og munu fá að hverfa hægt og rólega miðað við núverandi áætlanir. Endanlegt orðalag laganna verður rætt meðal aðildarlanda á árinu. Það er nú þegar orðin krafa að bílaframleiðendur framleiði einungis bíla sem losa ekki koltvísýring frá og með árinu 2035. Kosningarnar í síðustu viku eru ekki formleg endalok brunahreyfilsbíla í Evrópu. Áður en það gerist þurfa aðildarlöndin 27 að komast að samkomulagi og það gæti reynst strembið. Þýskaland er sérstaklega á móti hreinu banni á sölu nýrra brunahreyfilsbíla og hefur lagt til að þeir bílar sem nota gerviefnaeldsneyti njóti undanþágu. Ítalski ráðherra umhverfismála hefur sagt að framtíð bílsins „geti ekki einungis verið rafmögnuð.“ Athyglisvert verður að fylgjast með framgöngu þessa máls og viðræðum aðildarlandanna.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira