Laxinn er mættur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2022 10:07 95 sm lax sem veiddist í Arbæjarhyl í Elliðaánum í fyrra. Veiðimaður er Hörður Birgir Hafsteinsson Það er sannarlega gleðilefni þegar það fréttist af fystu löxunum sem eru mættir í Elliðaárnar og það veit vonandi ða gott sumar. Fyrsti laxinn er þegar farinn upp í gegnum teljarann og fleiri laxar sjást vel í ánni þar fyrir neðan í veiðistöðum eins og Teljarastreng, Sjávarfossi og sérstaklega á Breiðunni en þar voru alla vega 10 laxar í morgun. Opnun Elliðaánna er beðið með mikilli eftirvæntingu eins og alltaf og það er samkvæmt venju Reykvíkingur ársins sem opnar ánna ásamt Borgarstjóra. Sala veiðileyfa í ánna hefur verið mjög góð en eitthvað er laust síðsumars í ánni. Ef göngur verða jafn góðar og maður vonar, sérstaklega eftir að veitt og sleppt var tekið upp í ánni, gæti haustið verið frábært í ánni og þá sérstaklega fyrir stóra hænga en þeim vonandi fjölgar á næstu árum þar sem þeir lenda ekki lengur í plasti veiðimanna. Stangveiði Mest lesið Fínasta veiði á Kárastöðum Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði
Fyrsti laxinn er þegar farinn upp í gegnum teljarann og fleiri laxar sjást vel í ánni þar fyrir neðan í veiðistöðum eins og Teljarastreng, Sjávarfossi og sérstaklega á Breiðunni en þar voru alla vega 10 laxar í morgun. Opnun Elliðaánna er beðið með mikilli eftirvæntingu eins og alltaf og það er samkvæmt venju Reykvíkingur ársins sem opnar ánna ásamt Borgarstjóra. Sala veiðileyfa í ánna hefur verið mjög góð en eitthvað er laust síðsumars í ánni. Ef göngur verða jafn góðar og maður vonar, sérstaklega eftir að veitt og sleppt var tekið upp í ánni, gæti haustið verið frábært í ánni og þá sérstaklega fyrir stóra hænga en þeim vonandi fjölgar á næstu árum þar sem þeir lenda ekki lengur í plasti veiðimanna.
Stangveiði Mest lesið Fínasta veiði á Kárastöðum Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði