Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 22:13 Frá vinstri: Magnús Hávarðarson, Alfreð Erlingsson, Herbert Guðmundsson, Finnbogi G. Kristinsson og Hilmar Valgarðsson. Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar. „Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira