Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2022 09:55 Sigurjón með þykkan urriða við opnun laxá í Mývatnssveit Bjarni Júlíusson Það er óhætt að segja að opnun Laxá í Mývatnssveit hafi farið fram úr björtustu vonum en talað er um að þetta hafi verið ein besta opnun í 10 ár. "Þetta var frábær opnun á þessu svæði, fiskurinn gríðarlega vel haldinn og aðstæður við opnun allar hinar bestu" sagði Bjarni Julíusson í samtali við Veiðivísi en hann var að koma úr Laxá í Mý eftir eftirminnilega opnun. Það var mikið af fiski og sem dæmi fengu þeir sem byrjuðu í Geirastaðaskurði 60 fiska um morguninn, Helluvað gaf 22 fiska hjá Bjarna og fjölskyldu en þeir settu í að minnsta kosti 40 fiska. "Neðri svæðin eru rólegri eins og venjulega og svo var líka núna en annað var allt inni. Fiskar í Flóanum, Skriðuflóa og Vörðuflóa. Það var mikið af bleikju í aflanum, venjulega er eingöngu urriði en núna var mikið og sérstaklega í Geldingaey og staðir eins Brunnshellishrólf stappað af bleikju" bætti bjarni við. Skilyrðin voru frábær en það var sól og hlýtt allann tímann sem greinilega hefur haft góð áhrif á veiðina. Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði
"Þetta var frábær opnun á þessu svæði, fiskurinn gríðarlega vel haldinn og aðstæður við opnun allar hinar bestu" sagði Bjarni Julíusson í samtali við Veiðivísi en hann var að koma úr Laxá í Mý eftir eftirminnilega opnun. Það var mikið af fiski og sem dæmi fengu þeir sem byrjuðu í Geirastaðaskurði 60 fiska um morguninn, Helluvað gaf 22 fiska hjá Bjarna og fjölskyldu en þeir settu í að minnsta kosti 40 fiska. "Neðri svæðin eru rólegri eins og venjulega og svo var líka núna en annað var allt inni. Fiskar í Flóanum, Skriðuflóa og Vörðuflóa. Það var mikið af bleikju í aflanum, venjulega er eingöngu urriði en núna var mikið og sérstaklega í Geldingaey og staðir eins Brunnshellishrólf stappað af bleikju" bætti bjarni við. Skilyrðin voru frábær en það var sól og hlýtt allann tímann sem greinilega hefur haft góð áhrif á veiðina.
Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði