Flottar bleikjur í Efri Brú í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2022 10:35 Björn Hlynur Pétursson með flotta bleikju úr Efri Brú í Úlfljótsvatni Úlfljótsvatn er ansi skemmtilegt vatn að veiða enda verða bleikjurnar í vatninu oft á tíðum ansi stórar og sverar. Efri brú er eitt skemmtilegasta veiðisvæðið í Úlfljótsvatni og gjöfult eftir því. Þarna er hægt að gera frábæra veiði á vænum bleikjum og það skemmir ekkert fyrir svæðinu að þar má líka finna rígvæna urriða. Svæðið er stórt og fjölbreytilegt og leyfðar eru fimm stangir. Svæðið er í suðausturhluta vatnsins og nær frá gamla skúrnum við Kallhól og niður að girðingu á Kvíanesi. Töluverður straumur er í rennunni á milli Flateyjar og Kvíaness sem geymir oft boltableikjur og einnig mjög væna urriða. Gott er að nota stóran tökuvara og mjög langan taum og andstreymisveiða rennuna með þungum púpum. Fyrir daga virkjana var þar foss með meters fallhæð. Talið er að þar hafi verið hrygningarstaður urriðans að hausti. Bleikjuveiðin getur orðið ævintýralega góð á sumrin á svæðinu og meðalvigtin í hærri kantinum. Síðustu ár hefur svæðið verið í leigu einkaaðila og ekki aðgengilegt almennningi. Nú verður veiðisvæðið loks aðgengilegt veiðimönnum aftur. Öllum urriða skal sleppt og allri bleikju 45 cm og stærri skal skal sleppt. Þá er kvóti á bleikjunni uppá tíu stykki á stöng. Björgunarvesti eru á svæðinu og viljum við hvetja menn til að nota þau skilyrðislaust. Svæðið er á vefsölu Fish Partner. Stangveiði Mest lesið Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði
Efri brú er eitt skemmtilegasta veiðisvæðið í Úlfljótsvatni og gjöfult eftir því. Þarna er hægt að gera frábæra veiði á vænum bleikjum og það skemmir ekkert fyrir svæðinu að þar má líka finna rígvæna urriða. Svæðið er stórt og fjölbreytilegt og leyfðar eru fimm stangir. Svæðið er í suðausturhluta vatnsins og nær frá gamla skúrnum við Kallhól og niður að girðingu á Kvíanesi. Töluverður straumur er í rennunni á milli Flateyjar og Kvíaness sem geymir oft boltableikjur og einnig mjög væna urriða. Gott er að nota stóran tökuvara og mjög langan taum og andstreymisveiða rennuna með þungum púpum. Fyrir daga virkjana var þar foss með meters fallhæð. Talið er að þar hafi verið hrygningarstaður urriðans að hausti. Bleikjuveiðin getur orðið ævintýralega góð á sumrin á svæðinu og meðalvigtin í hærri kantinum. Síðustu ár hefur svæðið verið í leigu einkaaðila og ekki aðgengilegt almennningi. Nú verður veiðisvæðið loks aðgengilegt veiðimönnum aftur. Öllum urriða skal sleppt og allri bleikju 45 cm og stærri skal skal sleppt. Þá er kvóti á bleikjunni uppá tíu stykki á stöng. Björgunarvesti eru á svæðinu og viljum við hvetja menn til að nota þau skilyrðislaust. Svæðið er á vefsölu Fish Partner.
Stangveiði Mest lesið Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði